Samkeppniseftirlit og biðin langa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 27. janúar 2016 11:00 Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samruni þessi krafðist ekki ítarlegrar rannsóknar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minniháttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samrunamálum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir viðskiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi framkvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þessara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu samrunamáli Gæðabaksturs ehf. fullnýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfaldlega ekki í samræmi við markmið löggjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar