„Excuse me, do you speak English?“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir skrifar 26. janúar 2016 11:34 Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar