Stefni á Ólympíuleikana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Hafdís og Aníta máttu vera kátar með afrakstur helgarinnar. vísir/vilhelm Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Frjálsíþróttakeppnin á Reykjavíkurleikunum 2016 fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki var í eldlínunni og árangurinn sem náðist var prýðilegur. Þar ber helst að nefna frammistöðu Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki en hún stökk lengst 6,54 metra og bætti þar með eigið Íslandsmet, sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra, um 0,08 metra. Hafdís setti nýtt mótsmet í leiðinni en hún hafði nokkra yfirburði í langstökkskeppninni. Hún hrósaði einnig sigri í 60 metra hlaupi þar sem hún kom í mark á 7,62 sekúndum. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Hafdís ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri um helgina.Sátt við að fara yfir 6,30 metra „Þetta gekk framar mínum björtustu vonum. Ég átti alls ekki von á að ná þessum árangri þannig að þetta var mjög ánægjulegt,“ sagði Hafdís sem var stödd á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir flugi til Svíþjóðar þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í henni hljóðið í gær. Hafdís segist hafa rennt nokkuð blint í sjóinn á laugardaginn. „Ég var eiginlega ekki búin að ákveða neitt nema að ég yrði sátt með að fara yfir 6,30 metra í langstökkinu. Ég var búin að hugsa mér það þótt ég vildi ekkert segja frá því. En þetta fór svona og ég er rosalega ánægð með það,“ sagði Hafdís. Í mars fer fram HM innanhúss í frjálsum íþróttum en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,75 metrar svo það er mikil vinna fram undan fyrir Hafdísi. Aðalmarkmið hennar er samt að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó en lágmarkið í langstökkinu þar er 6,70 metrar. „Ég var ekkert viss hvernig ég ætlaði að haga innanhúss-tímabilinu hjá mér þar sem ég er að stefna á Ólympíuleikana. En fyrst þetta mót byrjaði svona vel ætla ég að kýla á fleiri mót og sjá hvort ég nái betri árangri og jafnvel Ólympíulágmarki. En það kemur bara í ljós,“ sagði Hafdís sem stendur í ströngu næstu mánuðina við æfingar og keppni en hún er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á EM utanhúss í júlí.Aníta náði lágmarki fyrir HM Hafdís var ekki eina frjálsíþróttakonan sem gerði það gott á laugardaginn en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði lágmarki fyrir HM innanhúss í Portland í mars. Aníta, sem er þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó, kom í mark á 2:02,47 mínútum en lágmarkið á HM er 2:02,50 mínútur. Aníta hafði betur gegn Clarisse Nanhomie Moh frá Frakklandi en hún hljóp á 2:06,60 mínútum. Þá setti Arna Stefanía Guðmundsdóttir nýtt mótsmet þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi. Arna hljóp á 54,83 sekúndum, og kom í mark 0,17 sekúndum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Örnu tókst hins vegar ekki jafn vel upp í 60 metra grindahlaupi þar sem hún þjófstartaði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn