62 auðkýfingar Stefán Jón Hafstein skrifar 23. janúar 2016 07:00 Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum. Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun: Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði – og á að uppfylla eftir fimmtán stutt ár. Svo ætla ríki heimsins að stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. Við ætlum að bjarga heiminum – en hann vill ekkert endilega láta bjarga sér.Hver borgar? Loforð um sjálfbær heimsmarkmið fyrir árið 2030 kosta gríðarlegt fé. Við gætum spurt: Hvernig er sú tala í samanburði við framlög til þróunarmála til þessa? Örfá velmegandi ríki heims hafa náð því yfirlýsta markmiði að veita 0,7% af landsframleiðslu til þróunarmála. Þetta einfalda loforð sem ekki hefur verið efnt þyrfti nú að tvöfalda eða þrefalda. Hvað þá með hitt stóra loforðið um að stöðva hlýnun jarðar sem hefur staðið síðan iðnbylting hófst fyrir 200 árum? Hér dugar ekkert minna en umskipti á lífsháttum, efnahagslífi, daglegum neysluvenjum. Nýbyltingin þarf að vera á sams konar stærðarkvarða og iðnbyltingin sjálf, nema á miklu skemmri tíma. Þessi nýbylting er ekki bara nauðsynleg heldur stórhættuleg – fyrir þá sem græða á óbreyttu ástandi. Til dæmis fyrir þennan smáhóp jarðarbúa sem á meira en helmingur mannkyns. Jafnvel líka fyrir þetta eina prósent Íslendinga sem á næstum fjórðung af öllum auði Íslands.EKKI sameiginlegir hagsmunir Loforð mannkyns til handa sjálfu sér eru merkileg heimspólitísk tíðindi. Við, þessi mörgu, ætlum ekki endalaust að borga fyrir forréttindi hinna fáu. Í þessu samhengi held ég að undirstaða allra framfara fyrir mannkyn felist í tvennu: Auknum jöfnuði og auknu lýðræði. Óhóflegur auður færir ríku fólki óhófleg völd. Það kaupir sér stjórnmálamenn, alþjóðabanka, lögfræðingaheri og hagfræðingastóð sem skilgreina tilgang lífsins út frá auðvaldshagsmunum sínum. Þessi áróður grefur sig inn í menntamusteri og fjölmiðla, menningu og umræðu eins og veira sem borar sig inn í hverja frumu samfélagsins og leitast við að útrýma mótstöðuafli almannahagsmuna. Jafnari auður skapar ný valdahlutföll og leiðin til þess er meira lýðræði – betra lýðræði. Það er útilokað að ímynda sér að þeir 62 auðkýfingar sem eiga samtals meira af eignum en fátækasti helmingur mannkyns vilji skipta upp á nýtt.Samhengið við Ísland Fyrir nokkrum vikum hitti ég unga konu frá Kólumbíu, hún vinnur fyrir friðarsamtök sem stilla til friðar á átakasvæðum í meira en 20 löndum. Friðarferli á átakasvæðum er það erfiðasta sem fólk kemst í. Svo ég spurði þessa ungu konu, hvaða aðferð notið þið við svona erfiðar aðstæður? „Við leitum uppi möguleika til að skapa tækifæri,“ sagði hún. Tækifærin eru ekki þarna úti og bíða eftir að vera uppgötvuð, þau eru búin til. Samtökin leita uppi velviljaða leikendur á sviðinu, félög, fólk, stofnanir, fyrirtæki - og skapa sambönd. Leiða saman fólk til samstarfs sem oft vissi ekki um hvert annað. Samstarfið felst í að setja raunhæf markmið og hrinda þeim í framkvæmd. Oftast framhjá ríkjandi valdhöfum og hefðbundnum stofnunum. Með þessu tengist fólk þvert á hagsmuni, stjórnmálaflokka, landamæri, stríðslínur eða trúarbragðakryt. Ný spyr ég: Ef þessi aðferð virkar á átakasvæðum, gæti hún dugað okkur líka í átökum heima á Íslandi? Brjóta upp hin hefðbundnu stjórnmál og skapa samvinnu- og samfélagsvettvang sem fylgir ekki hefðbundnum valdastrúktúr heldur brýtur hann niður? Því hvort sem er á heimsvísu eða heimavísu er öruggt að það hagsmunakerfi sem skóp vandann mun ekki leggja sjálft sig niður til að leysa hann.Nauðsyn þess að byrja heima Þegar Ísland samþykkti að afmá fátækt átti það líka við um fátækt á Íslandi. Fátækir á Íslandi eru um 10% af landsmönnum. Barnahjálpin bendir á splunkunýja rannsókn sem sýnir að 10% barna í landinu líði skort og 2-3% mikinn skort. Í áratugi hefur verið talað um að hinar gríðarlegu auðlindir Íslendinga verði lýstar þjóðareign í stjórnarskrá. Nú er enn ein stjórnarskrárnefndin að gefast upp. Lífsþreytt valdastofnun sem nýtur trausts innan við 20% landsmanna hundsar kröfu meirihluta Íslendinga um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tugir þúsunda landsmanna samþykktu að það synjunarvald á lögum frá Alþingi sem forseti Íslands einn hefur nú – án reglu eða festu – verði falið þjóðinni til að veita fulltrúalýðræðinu aðhald. Þessi sáraeinfalda tillaga er drepin. Svona birtist okkur að jafnvel á Íslandi eru sömu átök og standa um allan heim. Um jöfnuð, forræði yfir auðlindum og lýðræðislegan rétt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun