Dwain Chambers: Eytt síðasta áratug að bæta upp fyrir mistök mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2016 08:00 Dwain Chambers er staddur á Íslandi. vísir/getty Dwain Chambers, einn allra besti spretthlaupari Breta frá upphafi, keppir í 60 metra hlaupi á Reykjavík International Games, RIG, á laugardaginn. Chambers hleypur tvisvar sinnum í Höllinni á laugardaginn en þessi margverðlaunaði íþróttamaður hefur leik klukkan 13.00. Hann kom til landsins í gær og ræddi við blaðamann Vísis á Hóteli í Borgartúni áður en hann hélt í Háskólann í Reykjavík þar sem hann var einn fyrirlesara á ráðstefnu á vegum RIG. „Ég ætla að tala um endurkomuna, en vel hefur verið fjallað um fortíð mína. Ég nýti þetta sem tækifæri til að tala við ungmenni um mína reynslu af íþróttinni og að taka réttar ákvarðanir,“ sagði Chambers við Vísi.Chambers reynir að stýra ungmennum á rétta braut.vísir/gettyRangar ákvarðanir skaðlegar Chambers, sem á að baki fjölda verðlauna frá heims- og Evrópumeistaramótum jafnt innanhúss sem utanhúss, var árið 2003 dæmdur í tveggja ára bann fyrir steranotkun. Bretinn var þá 25 ára og hafði árið áður náð hápunkti á sínum ferli með sigri í 100 metra hlaupi á Evrópumótinu í München og þá var hann hluti af sigursveit Bretlands í 4x100 metra hlaupi á sama móti. Bæði verðlaunin voru tekin af Chambers og það sem verra er fyrir hann þurftu liðsfélagar hans úr boðhlaupssveitinni að skila sínum verðlaunum. „Rangar ákvarðarnir geta haft skaðleg áhrif á ferilinn eins og gerðist hjá mér. Síðasta áratuginn hef ég reynt að bæta upp fyrir mistök mín og gera hvað ég get til að breyta ímynd íþróttarinnar og minni eigin,“ sagði Chambers.Chambers gerir mikið af því að tala um mistök sín til að hjálpa öðrum.vísir/gettyVonandi kemst IAAF aftur á rétta braut Lyfjamál hafa í brennidepli hjá frjálsíþróttahreyfingunni undanfarna mánuði eftir að upp komst um stórfellt lyfjamisferli í Rússlandi. Keppendum þaðan var meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Í ljós kom að innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandins voru yfirmenn sem leyfðu Rússunum að komast upp með slíkt gegn greiðslu. Mikillar tiltektar er þörf innan sambandsins. „Ég get bara talað fyrir mína hönd, en mér finnst ég skyldugur til að gera það sem ég geri núna. Það sem er að gerast hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu er leiðinlegt að sjá því þetta er íþróttin sem ég elska,“ sagði Chambers. „Það er leiðinlegt að sjá orðspor svona stofnunnar fara þessa leið. Vonandi kemst IAAF aftur á rétta braut en á meðan ætla ég að gera það sem ég get til að vernda ímynd íþróttarinnar.“ Chambers vinnur gull í 60 metra hlaupi á HM innanhúss 2010:Það sem gerðist, gerðist. Breska Ólympíunefndin meinaði Chambers að taka nokkurn tíma þátt aftur á Ólympíuleikunum en hann fór í mál, vann það og var á meðal keppenda í London fyrir fjórum árum. Vorkennir hann þeim Rússum sem ekki voru að dópa en mega ekki fara á ÓL? „Það er erfitt fyrir mig að tjá mig mikið um málið þar sem þetta mál er enn í rannsókn. Vonandi verður þetta mál leyst á endanum. Við verðum á meðan bara að halda höfðum okkar uppi og halda íþróttinni í réttu ljósi,“ svaraði Chambers. Hann segir fólk ekki taka sér illa neins staðar þar sem hann kemur að keppa eða tala vegna þess sem hann gerði fyrir þrettán árum síðan. „Alls ekki. Það sem gerðist, gerðist. Ég er kominn yfir þetta. Sem betur fer fyrir mig er ég í aðstöðu þar sem ég get talað um þetta opinskátt. Það mun ekki gleðja alla en einhverjir munu hlusta af athygli,“ sagði Chambers. „Þeir sem vilja hlusta á það sem ég segi geta vonandi nýtt sér reynslu mína til að taka skynsamari ákvarðanir. Það sem kom fyrir mig getur komið fyrir alla. Mistök gerast alls staðar. Viðkomandi sem gerir mistök þar að taka þeim eins og maður og setja fordæmi fyrir aðra.“Chambers þurfti að skila EM-gullverðlaununum frá 2002.vísir/gettyFerilinn ekki búinn Breski spretthlauparinn gerir mikið af því að ferðast á milli landa og halda fyrirlestra í bland við að keppa og hefur gaman að. „Ég nýt þess að gera þetta og mér finnst ég skyldugur til þess. Þetta er eitthvað sem ég kaus að gera. Enginn neyddi mig til þess. Ég hef gaman að þessu því það er fólk sem vill hlusta. Ef ég get haft áhrif á bara einn einstakling er vinnan þess virði,“ sagði Chambers sem var ekki tilbúinn til að velja hápunkt síns ferils á þessum tímapunkti. „Ferilinn er ekki búinn þannig ég vil ekki líta strax til baka. Ég á mörg ár eftir en þegar ferilinn klárast skal ég koma aftur og segja þér hver var hápunkturinn,“ sagði hann og skellihló. Chambers er 37 ára gamall í dag en er enn að hlaupa og hlaupa hratt. Hvernig heldur hann sér svona öflugum þrátt fyrir aldurinn.Chambers kemur fyrstur í mark í undanrásum á EM 2014.vísir/gettyÞjálfar samhliða keppni „Ég hef trú á sjálfum mér og ég elska það sem ég geri. Að elska það sem maður gerir kallar fram góða frammistöðu og spennu. Þetta er það sem kemur mér fram úr rúminu á hverjum degi. Reyndar eru það börnin sem gera það,“ sagði hann og hló dátt. Hann er byrjaður að þjálfa ásamt því að keppa og gæti farið út í það þegar ferlinum loks lýkur. „Það er ýmislegt sem stendur mér til boða. Ég er að þjálfa núna samhliða því að keppa. Ég er einkaþjálfari og þjálfa stjörnur og íþróttamenn. Ég er í góðri stöðu núna til að mata ungmenni á allri minni reynslu og það er góð tilbreyting frá því að keppa bara,“ sagði Dwain Chambers.Myndband af viðtalinu við Chambers má sjá hér að neðan. Beðist er velvirðingar á slæmu hljóði. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Dwain Chambers, einn allra besti spretthlaupari Breta frá upphafi, keppir í 60 metra hlaupi á Reykjavík International Games, RIG, á laugardaginn. Chambers hleypur tvisvar sinnum í Höllinni á laugardaginn en þessi margverðlaunaði íþróttamaður hefur leik klukkan 13.00. Hann kom til landsins í gær og ræddi við blaðamann Vísis á Hóteli í Borgartúni áður en hann hélt í Háskólann í Reykjavík þar sem hann var einn fyrirlesara á ráðstefnu á vegum RIG. „Ég ætla að tala um endurkomuna, en vel hefur verið fjallað um fortíð mína. Ég nýti þetta sem tækifæri til að tala við ungmenni um mína reynslu af íþróttinni og að taka réttar ákvarðanir,“ sagði Chambers við Vísi.Chambers reynir að stýra ungmennum á rétta braut.vísir/gettyRangar ákvarðanir skaðlegar Chambers, sem á að baki fjölda verðlauna frá heims- og Evrópumeistaramótum jafnt innanhúss sem utanhúss, var árið 2003 dæmdur í tveggja ára bann fyrir steranotkun. Bretinn var þá 25 ára og hafði árið áður náð hápunkti á sínum ferli með sigri í 100 metra hlaupi á Evrópumótinu í München og þá var hann hluti af sigursveit Bretlands í 4x100 metra hlaupi á sama móti. Bæði verðlaunin voru tekin af Chambers og það sem verra er fyrir hann þurftu liðsfélagar hans úr boðhlaupssveitinni að skila sínum verðlaunum. „Rangar ákvarðarnir geta haft skaðleg áhrif á ferilinn eins og gerðist hjá mér. Síðasta áratuginn hef ég reynt að bæta upp fyrir mistök mín og gera hvað ég get til að breyta ímynd íþróttarinnar og minni eigin,“ sagði Chambers.Chambers gerir mikið af því að tala um mistök sín til að hjálpa öðrum.vísir/gettyVonandi kemst IAAF aftur á rétta braut Lyfjamál hafa í brennidepli hjá frjálsíþróttahreyfingunni undanfarna mánuði eftir að upp komst um stórfellt lyfjamisferli í Rússlandi. Keppendum þaðan var meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Í ljós kom að innan Alþjóðafrjálsíþróttasambandins voru yfirmenn sem leyfðu Rússunum að komast upp með slíkt gegn greiðslu. Mikillar tiltektar er þörf innan sambandsins. „Ég get bara talað fyrir mína hönd, en mér finnst ég skyldugur til að gera það sem ég geri núna. Það sem er að gerast hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu er leiðinlegt að sjá því þetta er íþróttin sem ég elska,“ sagði Chambers. „Það er leiðinlegt að sjá orðspor svona stofnunnar fara þessa leið. Vonandi kemst IAAF aftur á rétta braut en á meðan ætla ég að gera það sem ég get til að vernda ímynd íþróttarinnar.“ Chambers vinnur gull í 60 metra hlaupi á HM innanhúss 2010:Það sem gerðist, gerðist. Breska Ólympíunefndin meinaði Chambers að taka nokkurn tíma þátt aftur á Ólympíuleikunum en hann fór í mál, vann það og var á meðal keppenda í London fyrir fjórum árum. Vorkennir hann þeim Rússum sem ekki voru að dópa en mega ekki fara á ÓL? „Það er erfitt fyrir mig að tjá mig mikið um málið þar sem þetta mál er enn í rannsókn. Vonandi verður þetta mál leyst á endanum. Við verðum á meðan bara að halda höfðum okkar uppi og halda íþróttinni í réttu ljósi,“ svaraði Chambers. Hann segir fólk ekki taka sér illa neins staðar þar sem hann kemur að keppa eða tala vegna þess sem hann gerði fyrir þrettán árum síðan. „Alls ekki. Það sem gerðist, gerðist. Ég er kominn yfir þetta. Sem betur fer fyrir mig er ég í aðstöðu þar sem ég get talað um þetta opinskátt. Það mun ekki gleðja alla en einhverjir munu hlusta af athygli,“ sagði Chambers. „Þeir sem vilja hlusta á það sem ég segi geta vonandi nýtt sér reynslu mína til að taka skynsamari ákvarðanir. Það sem kom fyrir mig getur komið fyrir alla. Mistök gerast alls staðar. Viðkomandi sem gerir mistök þar að taka þeim eins og maður og setja fordæmi fyrir aðra.“Chambers þurfti að skila EM-gullverðlaununum frá 2002.vísir/gettyFerilinn ekki búinn Breski spretthlauparinn gerir mikið af því að ferðast á milli landa og halda fyrirlestra í bland við að keppa og hefur gaman að. „Ég nýt þess að gera þetta og mér finnst ég skyldugur til þess. Þetta er eitthvað sem ég kaus að gera. Enginn neyddi mig til þess. Ég hef gaman að þessu því það er fólk sem vill hlusta. Ef ég get haft áhrif á bara einn einstakling er vinnan þess virði,“ sagði Chambers sem var ekki tilbúinn til að velja hápunkt síns ferils á þessum tímapunkti. „Ferilinn er ekki búinn þannig ég vil ekki líta strax til baka. Ég á mörg ár eftir en þegar ferilinn klárast skal ég koma aftur og segja þér hver var hápunkturinn,“ sagði hann og skellihló. Chambers er 37 ára gamall í dag en er enn að hlaupa og hlaupa hratt. Hvernig heldur hann sér svona öflugum þrátt fyrir aldurinn.Chambers kemur fyrstur í mark í undanrásum á EM 2014.vísir/gettyÞjálfar samhliða keppni „Ég hef trú á sjálfum mér og ég elska það sem ég geri. Að elska það sem maður gerir kallar fram góða frammistöðu og spennu. Þetta er það sem kemur mér fram úr rúminu á hverjum degi. Reyndar eru það börnin sem gera það,“ sagði hann og hló dátt. Hann er byrjaður að þjálfa ásamt því að keppa og gæti farið út í það þegar ferlinum loks lýkur. „Það er ýmislegt sem stendur mér til boða. Ég er að þjálfa núna samhliða því að keppa. Ég er einkaþjálfari og þjálfa stjörnur og íþróttamenn. Ég er í góðri stöðu núna til að mata ungmenni á allri minni reynslu og það er góð tilbreyting frá því að keppa bara,“ sagði Dwain Chambers.Myndband af viðtalinu við Chambers má sjá hér að neðan. Beðist er velvirðingar á slæmu hljóði.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira