Landssamtökin Þroskahjálp 40 ára Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Auðlesinn texti: Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári. Aðalmarkmið Þroskahjálpar er: Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna, og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Þroskahjálp er málsvari fatlaðs fólks. Þroskahjálp á að hjálpa fötluðu fólki að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Þroskahjálp vinnur eftir mannréttindum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sérstök áhersluatriði hjá Þroskahjálp eru þessi: Virða ber manngildi, grunnþarfir og rétt allra manna. Fósturskimun skal beitt í þjónustu lífsins. Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf. Allir eiga rétt á að taka eigin ákvarðanir. Allir sem þurfa, eiga rétt á stuðningi til að fá sömu tækifæri og aðrir. Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án aðgreiningar. Allir eiga rétt á eigin heimili. Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu. Allt fullorðið fólk á rétt á vinnu. Allir eiga rétt á að njóta efnalegs öryggis. Allir eiga rétt á að njóta menningar og frístunda. Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn. Rúmlega 20 félög eru í Landssamtökunum Þroskahjálp. Félag fólks með þroskahömlun. Foreldra- og styrktarfélög. Landshlutafélög Þroskahjálpar. Fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk. Félögin starfa víða á landinu og eru félagsmenn þeirra um 6.000. Félög þurfa að vinna að markmiðum Þroskahjálpar til að geta orðið aðilar að samtökunum. Landssamtökin Þroskahjálp eru með heimasíðu www.throskahjalp.is og á Facebook. Auk þess gefa þau út tímaritið Þroskahjálp þrisvar sinnum á ári. Á þessum miðlum eru upplýsingar um starfsemi og baráttumál samtakanna. Samtökin reka húsbyggingasjóð til að hjálpa fólki að fá hentugt húsnæði og betri möguleika til sjálfstæðis og eðlilegs lífs. Ýmislegt hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks á þeim 40 árum sem Þroskahjálp hefur verið til. Mikið verk er þó óunnið. Samtökin hafa náð virðulegum aldri en eru þó ung í anda. Samtökin búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og líka kjarki og krafti. Þroskahjálp mun halda áfram að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, jöfnum tækifærum og auknum lífsgæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Auðlesinn texti: Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári. Aðalmarkmið Þroskahjálpar er: Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna, og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Þroskahjálp er málsvari fatlaðs fólks. Þroskahjálp á að hjálpa fötluðu fólki að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Þroskahjálp vinnur eftir mannréttindum eins og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sérstök áhersluatriði hjá Þroskahjálp eru þessi: Virða ber manngildi, grunnþarfir og rétt allra manna. Fósturskimun skal beitt í þjónustu lífsins. Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf. Allir eiga rétt á að taka eigin ákvarðanir. Allir sem þurfa, eiga rétt á stuðningi til að fá sömu tækifæri og aðrir. Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án aðgreiningar. Allir eiga rétt á eigin heimili. Allt fullorðið fólk á rétt á að stofna fjölskyldu. Allt fullorðið fólk á rétt á vinnu. Allir eiga rétt á að njóta efnalegs öryggis. Allir eiga rétt á að njóta menningar og frístunda. Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn. Rúmlega 20 félög eru í Landssamtökunum Þroskahjálp. Félag fólks með þroskahömlun. Foreldra- og styrktarfélög. Landshlutafélög Þroskahjálpar. Fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjónustu við fatlað fólk. Félögin starfa víða á landinu og eru félagsmenn þeirra um 6.000. Félög þurfa að vinna að markmiðum Þroskahjálpar til að geta orðið aðilar að samtökunum. Landssamtökin Þroskahjálp eru með heimasíðu www.throskahjalp.is og á Facebook. Auk þess gefa þau út tímaritið Þroskahjálp þrisvar sinnum á ári. Á þessum miðlum eru upplýsingar um starfsemi og baráttumál samtakanna. Samtökin reka húsbyggingasjóð til að hjálpa fólki að fá hentugt húsnæði og betri möguleika til sjálfstæðis og eðlilegs lífs. Ýmislegt hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks á þeim 40 árum sem Þroskahjálp hefur verið til. Mikið verk er þó óunnið. Samtökin hafa náð virðulegum aldri en eru þó ung í anda. Samtökin búa yfir mikilli reynslu og þekkingu og líka kjarki og krafti. Þroskahjálp mun halda áfram að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks, jöfnum tækifærum og auknum lífsgæðum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar