Kallaði Trump aumingja og tryllti lýðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 21:53 Jeb Bush berst fyrir lífi sínu. vísir/getty Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Jeb Bush fékk fullan sal af fólki til að standa upp úr sætum sínum með því að kalla mótframbjóðanda sinn, auðkýfinginn Donald Trump, aumingja á kosningafundi í New Hampshire í dag. „Það er veikileikamerki þegar þú gerir grín að fötluðum,“ sagði Bush. „Hvers konar maður myndi gera það? Þú myndir ekki vilja gera þannig mann að forseta Bandaríkjanna, ég get lofað ykkur því. Það er veikleikamerki þegar þú kallar John McCain, Leo Thorsness eða einhvern annan stríðsfanga, sem hefur þjónað landi sínu, eitthvað annað en bandarískar hetju. Kalla þá aumingja? Donald Trump, þú ert aumingi!“ Þar vísaði Jeb Bush til liðlega 6 mánaða gamalla ummæla auðkýfingsins þar sem hann vó að herferli fyrrum forsetaframbjóðandans John McCain sem var handsamaður í Víetnam-stríðinu. „Hann er ekki stríðshetja,“ sagði Trump í júlí síðastliðnum um McCain. „Hann er ekki stríðshetja af því að hann náðist. Ég kann vel við fólk sem náðist ekki.“ Á Twitter-síðu sinni bætti hann um betur og sagði að McCain hafi ekki einungis sinnt fyrrum hermönnum illa heldur hafi hann staðið sig illa þegar hann tapaði fyrir Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseta, í kosningunum 2008. In addition to doing a lousy job in taking care of our Vets, John McCain let us down by losing to Barack Obama in his run for President!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 18, 2015 Á fundinum í dag tók Jeb einnig upp hanskann fyrir bróður sinn, fyrrverandi forsetann George W. Bush. „Ég mun ekki gagnrýna Barack Obama fyrir neitt frá fyrsta degi. Ég fékk gjörsamlega upp í kok af því hvernig hann kenndi bróður mínum um allt og ég mun ekki gera honum það,“ sagði Jeb Bush. Samtímis, á öðrum kosningafundi, sagði Donald Trump að Jeb Bush væri handbendi lyfjaiðnaðarins og að það væri ómöguleiki fyrir Jeb að bera sigur úr býtum í komandi forsetakosningum. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í New Hampshire á þriðjudag og allar spár benda til að Trump muni fara með sigur af hólmi. Þó skal taka spánum með fyrirvara enda benti allt til þess að auðkýfingurinn myndi sigra forkosningarnar í Iowa-ríki í síðustu viku. Annað kom á daginn og stóð Ted Cruz uppi sem sigurvegari. Þá gera fjölmargir stjórnmálaskýrendur ráð fyrir að meðbyrinn sem Marco Rubio fékk í Iowa muni skila honum langt í kosningunum á þriðjudag. Jeb Bush má að sama skapi búast við betra gengi í New Hampshire en í liðinni viku, einna helst vegna þeirrar gífurlegu áherslu sem hann hefur lagt á ríkið í kosningabaráttu sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira