Stutt í heimsókn til ömmu í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2016 06:45 Sandra María Jessen er hér í leik með Þór/KA í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira
Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira