Það má ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun