Staðreynd fangavistarinnar í dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. febrúar 2016 11:50 Fangelsismál hafa af einhverjum sökum ekki hljómað vel í eyrum landsmanna. Sú mynd sem almenningur hefur af föngum er falinn í þeirri hryggðarmynd af Litla-Hrauni sem fangelsisyfirvöld hafa málað. Fólk vill sem minnst um fanga og fangelsi vita og forðast umræðu af því tagi. Almenningur hefur fyrir augum málverk af afbrotahneigðum illvirkjum sem hugsa um lítið annað en eiturlyf. Slíka mynd hafa yfirvöld rammað inn og hengt upp til sýnis og sölu. Kaupverðið er falið í fokdýru fangelsiskerfi, sundruðum fjölskyldum, auknum afbrotum og endurkomu í fangelsi. Raunveruleikinn er ekki sá sem sést innan rammans. Íslenskir fangar eru ekkert frábrugðnir jafningjum sínum í nágrannalöndunum. Fjölmargir fangar eru fjölskyldumenn sem eiga erindi heim á ný. Þversnið íslenskra fanga er ekki eins fjarri frændþjóðum okkar sem Íslendingar virðast álíta. Sú staðreynd að íslenskir fangar snúa aftur í þjóðfélagið er jafn sönn og sú staðreynd að fangar á öðrum Norðurlöndum gera það. Það er jafn satt að þær aðstæður sem bíða fanga utan hliðsins ráða framtíð hans þegar út er komið. Sömu lögmál gilda um fanga á Íslandi og annars staðar og hagsmunir þjóðfélagsins eru alls staðar hinir sömu. Þjóð sem þykist standa framarlega í flokki lýðræðisríkja hvað varðar mannréttindi og mannúð á ýmsum sviðum sýnir það varla með því að sniðganga þá sem minnst mega sín. Í kjölfar nýs frumvarps um fullnustu refsinga hefur AFSTAÐA, félag fanga á Íslandi að tekið saman umsögn til allsherjarnefndar og erindi til innanríkisráðuneytisins. Um er að ræða ýmsa þætti sem eru hornreka í íslenskum fangelsismálum. Þetta eru þættir sem svamla um undir yfirborði en hafa aldrei lent inni á borði landsmanna sem þó borga brúsann. Erfitt er að koma öllu því sem fangar hafa að segja í eitt erindi og ávallt verður eitthvað undan skilið. Þess verður þó að gæta að málefnið er mjög vanþróað hér á landi og að mestu leyti byggt á fornum venjum og viðhorfum í stjórnsýslunni. Fangelsismál á Íslandi þarfnast heildarendurskoðunar. Regluflóruna þarf að stinga upp úr garði ráðuneytis og flytja inn í sali Alþingis. Það kerfi sem Íslendingar búa við í fangelsismálum er ekki einungis ómannúðlegur kostur heldur einhver sá dýrasti sem völ er á, hvort heldur er litið til afplánunarinnar sjálfrar eða lífsins að henni lokinni. Flestir fangar kunna sömu söguna um það að missa fótfestuna í lífinu við komu í fangelsi. Þegar fangi stígur inn fyrir hliðið á Litla-Hrauni er hann ofurseldur bitrum sannleikanum, sjálfsásökunum og sektarkennd. Hann hafnar sjálfum sér, ekki síður en samfélagið sem hann var rekinn úr, og kemur ekki auga á smæstu ummerki framtíðarinnar. Í upphafi tekur ótti og skömm öll völd og hann hefur þörf fyrir að hverfa frá augliti manna. Á þessu tímabili vakna hugmyndir um sjálfseyðingu og framundan virðast ekki önnur ráð en að kveðja þennan heim. Fanginn hefur ofboðið sjálfum sér og skemmt líf, sitt og annarra. Allt hið góða og eftirsóknarverða er horfið í hafið en eftir situr minningin um illvirki sem grúfir sig yfir fornar gleðistundir. Hafin er ströng og tvísýn barátta á milli lífs og dauða. Fanganum býðst að vinna á sársaukanum með lyfjagjöf og hann þiggur hið tvíeggja vopn um tíma. Tími og rúm eru afstæð hugtök. Jafnvel í fangelsi getur eilítil ljóstýra skinið inn um rimlana. Eftir langt tímabil þjáninga og beiskju verður fanganum ljóst að hann er ekki alveg einn og yfirgefinn. Fjölskyldan hans er þarna ennþá. Hún yfirgefur hann ekki en sækist þess í stað eftir þeim manni sem áður var heima. Þá verður fanganum ljóst að hann er ennþá maður og kemur auga á smávaxið tækifæri til að bæta einhverjum fyrir mistök sín. Hann finnur haldreipi og grípur báðum höndum, eins fast og kraftar leyfa. Fjölskyldan leggur sig alla fram við að styðja fangann og leiðbeina honum heim á ný. Stuttar en dýrmætar gleðistundir hefja innreið sína í sorgina og fanginn kemur auga á eina markmiðið í lífinu – að endurheimta það. Á þessum tíma gengur fanginn í barndóm. Sáralítið þarf til að hryggja hann og að sama skapi þarf lítið til að gleðja. Það sem áður var hulið hraða þjóðfélagsins verður helsta markmið lífsins og allir smáu hlutirnir eru skyndilega orðnir þeir veigamestu. Fangalífið snýst um heimsóknir frá fjölskyldu og símasamband. Hann ber þá von í brjósti að einn góðan veðurdag hverfi hann aftur til fjölskyldu sinnar með fangavistina í farteskinu sem sára en dýrmæta reynslu. Sama von blundar í brjóstum handan heiðar. Er fanginn fær von á ný og hefst barátta hans og fjölskyldunnar fyrir tilverurétti sínum. Á þeirri sömu stundu hefjast árekstrar við mikla múrveggi sem hlaðnir hafa verið upp í kringum fangavistina. Veður og vegalengdir hamla heimsóknum auk þess sem líflaus og þungbúin heimsóknaraðstaðan vekur upp fælni. Fanginn fær aðeins að takmarkað tækifæri til þess að hringja og þarf hann að skipta örfáum klukkustundum með tíu öðrum. Fjölskyldan er búin að missa aðra fyrirvinnuna og því leggst þunginn á eiginkonuna. Fjölskyldan er oftast ekki komin heim fyrr en um kvöldmatarleytið og því hópast fangar í símaröð um kl. 19:00. Þá eru tæpar 3 klukkustundirtil stefnu en lokað er fyrir símtæki kl. 21:45. Á gangi ellefu fanga ríkir spenna og óvissa. Fær fanginn að heyra rödd eiginkonu og barna? Hann hefur upplifað það að ná heim á síðustu mínútum símatíma. Þá var hann að ræða við dóttur sína en skyndilega þagnaði rödd hennar. Símatíma var lokið og símtalið rofið. Hann vissi að dóttir hans var grátandi heima en hann hafði engin ráð. Hún hélt að pabbi hefði skellt á hana eftir allt saman. Honum varð ekki svefnsamt um nóttina frekar en dótturinni. Fanginn upplifir þá afturför sem orðið hefur í íslenskum fangelsismálum á undanförnum árum. Á sama tíma og jafningjar hans hinu megin við hafið hafi upplifað hvatningu til aukinna tengsla við fjölskyldur og umheiminn hefur sá íslenski þurft að sæta sí aukinni innilokun og skerðingum. Á Íslandi hefur fjölskyldunni verið ýtt í burtu á sama tíma og henni er hleypt inn annars staðar. Dagsleyfi hafa verið afnumin frá því sem þau voru áður. Nú þarf fanginn að bíða í mörg ár og vona það að hinn langi tími aðskilnaðar slíti ekki tengsl hans og hylji markmið lífsins á ný. Heimsóknir hafa verið skertar og heimsóknartími styttur. Gestir fá ekki að kynnast fanganum öðruvísi en við þær ópersónulegu aðstæður sem hinir köldu og fráhrindandi heimsóknarklefar hafa upp á að bjóða. Með tímanum verður fanganum ljóst að fangelsið ætlar honum ekki að snúa aftur til þess sem hann áður átti. Fangavistin er stöðugur eltingaleikur við að koma í veg fyrir að fangar og fjölskyldur haldi saman. Fangelsið velur fyrir þau. Heimilum væri nær að velja sér nýja fyrirvinnu, endurnýja eiginmann, skipta um föður og gleyma syninum. Ennþá veit fjölskyldan ekki betur - svo að fangelsið hjálpar til. Það reynir ítrekað að útbýta nýjum tilfinningum. Sú stund er fanginn endurheimtir frelsi sitt er síðari tíma vandamál sem alltaf má leysa með nýrri fangavist. Jafnharðan og minnsta glufa hleypir ljósi í gegnum veggi fangelsisins hrekkur múrverk fangelsisins í gang og fyllir holuna. Eftir endalausa árekstra við vegginn mikla fara manneskjur báðu megin að upplifa ofureflið. Fjarlægðin eykst smátt og smátt uns minningin um glaðar stundir hverfur í dökkt ský uppgjafar. Fanginn stendur á ný í þeim sporum sem hann þekkti svo vel í upphafi. Nú er sársaukinn jafnvel enn meiri því tjónið hefur aukist. Sú staðreynd blasir við að hann hefur ekki aðeins brotið af sér gegn þjóðfélaginu með glæp sínum heldur hafa hans nánustu hrakist á brott. Fórnarlömbunum fangans hefur fjölgað. Enn á ný koma lyfin við sögu í lífi hans og gamalkunnar tilfinningar taka völdin. Nú er hann orðinn einn og yfirgefinn í heimi sem hefur hafnað honum. Sektarkennd, skömm og einmanaleiki hefja innreið sína í lífið af fullum þunga ásamt hugsunum um að yfirgefa heiminn. Frelsið sem um tíma hafði verið eftirsóknarvert veldur nú kvíða. Hvernig getur hann barist einn við þjóðfélagið? Áralöng barátta við hið ósigrandi hefur lagt fangann að velli. Fjölskyldan er líka illa farin – og farin. Framundan er ekkert og markmið eru orðin framandi fyrirbæri. Ein ný tilfinning skýtur upp kollinum. Það er reiði. Reiðin beinist nú ekki eingöngu að fanganum sjálfum heldur einnig fangelsinu. Það er ekki í valdi fangans að kenna sjálfum sér um allt hið illa sem hent hefur á leiðinni jafnvel þó svo að samfélagið kunni að vera sammála um að svo sé. Þetta eru leifarnar af mótspyrnu fangans og baráttu fyrir tilverurétti sínum. Með tímanum hverfur þessi nýja tilfinning á sömu braut og allar hinar. Eftir stendur uppgjöfin ein. Einhvers staðar á síðari tíma meðgöngunnar kemur að því að fanginn lýkur afplánun fyrir brot sitt. Fangelsisyfirvöld átta sig á að óumflýjanlegt er að hleypa sakamanninum út fyrir hlið hvernig sem þau streitast á móti. Jafnvel fangelsið er vanmáttugt gagnvart þeirri staðreynd. Þá er loksins hugað að því að temja fangann lítillega og honum er boðið upp á bakkaklór. Í blálokin gefst honum færi á tilbreytingu í formi meðferðar eða dvalar á áfangaheimili rétt áður en hann hleypur út á götu. Hvert gatan liggur veit hann ekki en Þrengslin koma gjarnan við sögu. Staðreynd fangavistarinnar í dag er sú að fjölmargra fanga býður lítið annað en einmanaleiki, atvinnuleysi, félagsleg framfærsla og endurkoma í fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fangelsismál hafa af einhverjum sökum ekki hljómað vel í eyrum landsmanna. Sú mynd sem almenningur hefur af föngum er falinn í þeirri hryggðarmynd af Litla-Hrauni sem fangelsisyfirvöld hafa málað. Fólk vill sem minnst um fanga og fangelsi vita og forðast umræðu af því tagi. Almenningur hefur fyrir augum málverk af afbrotahneigðum illvirkjum sem hugsa um lítið annað en eiturlyf. Slíka mynd hafa yfirvöld rammað inn og hengt upp til sýnis og sölu. Kaupverðið er falið í fokdýru fangelsiskerfi, sundruðum fjölskyldum, auknum afbrotum og endurkomu í fangelsi. Raunveruleikinn er ekki sá sem sést innan rammans. Íslenskir fangar eru ekkert frábrugðnir jafningjum sínum í nágrannalöndunum. Fjölmargir fangar eru fjölskyldumenn sem eiga erindi heim á ný. Þversnið íslenskra fanga er ekki eins fjarri frændþjóðum okkar sem Íslendingar virðast álíta. Sú staðreynd að íslenskir fangar snúa aftur í þjóðfélagið er jafn sönn og sú staðreynd að fangar á öðrum Norðurlöndum gera það. Það er jafn satt að þær aðstæður sem bíða fanga utan hliðsins ráða framtíð hans þegar út er komið. Sömu lögmál gilda um fanga á Íslandi og annars staðar og hagsmunir þjóðfélagsins eru alls staðar hinir sömu. Þjóð sem þykist standa framarlega í flokki lýðræðisríkja hvað varðar mannréttindi og mannúð á ýmsum sviðum sýnir það varla með því að sniðganga þá sem minnst mega sín. Í kjölfar nýs frumvarps um fullnustu refsinga hefur AFSTAÐA, félag fanga á Íslandi að tekið saman umsögn til allsherjarnefndar og erindi til innanríkisráðuneytisins. Um er að ræða ýmsa þætti sem eru hornreka í íslenskum fangelsismálum. Þetta eru þættir sem svamla um undir yfirborði en hafa aldrei lent inni á borði landsmanna sem þó borga brúsann. Erfitt er að koma öllu því sem fangar hafa að segja í eitt erindi og ávallt verður eitthvað undan skilið. Þess verður þó að gæta að málefnið er mjög vanþróað hér á landi og að mestu leyti byggt á fornum venjum og viðhorfum í stjórnsýslunni. Fangelsismál á Íslandi þarfnast heildarendurskoðunar. Regluflóruna þarf að stinga upp úr garði ráðuneytis og flytja inn í sali Alþingis. Það kerfi sem Íslendingar búa við í fangelsismálum er ekki einungis ómannúðlegur kostur heldur einhver sá dýrasti sem völ er á, hvort heldur er litið til afplánunarinnar sjálfrar eða lífsins að henni lokinni. Flestir fangar kunna sömu söguna um það að missa fótfestuna í lífinu við komu í fangelsi. Þegar fangi stígur inn fyrir hliðið á Litla-Hrauni er hann ofurseldur bitrum sannleikanum, sjálfsásökunum og sektarkennd. Hann hafnar sjálfum sér, ekki síður en samfélagið sem hann var rekinn úr, og kemur ekki auga á smæstu ummerki framtíðarinnar. Í upphafi tekur ótti og skömm öll völd og hann hefur þörf fyrir að hverfa frá augliti manna. Á þessu tímabili vakna hugmyndir um sjálfseyðingu og framundan virðast ekki önnur ráð en að kveðja þennan heim. Fanginn hefur ofboðið sjálfum sér og skemmt líf, sitt og annarra. Allt hið góða og eftirsóknarverða er horfið í hafið en eftir situr minningin um illvirki sem grúfir sig yfir fornar gleðistundir. Hafin er ströng og tvísýn barátta á milli lífs og dauða. Fanganum býðst að vinna á sársaukanum með lyfjagjöf og hann þiggur hið tvíeggja vopn um tíma. Tími og rúm eru afstæð hugtök. Jafnvel í fangelsi getur eilítil ljóstýra skinið inn um rimlana. Eftir langt tímabil þjáninga og beiskju verður fanganum ljóst að hann er ekki alveg einn og yfirgefinn. Fjölskyldan hans er þarna ennþá. Hún yfirgefur hann ekki en sækist þess í stað eftir þeim manni sem áður var heima. Þá verður fanganum ljóst að hann er ennþá maður og kemur auga á smávaxið tækifæri til að bæta einhverjum fyrir mistök sín. Hann finnur haldreipi og grípur báðum höndum, eins fast og kraftar leyfa. Fjölskyldan leggur sig alla fram við að styðja fangann og leiðbeina honum heim á ný. Stuttar en dýrmætar gleðistundir hefja innreið sína í sorgina og fanginn kemur auga á eina markmiðið í lífinu – að endurheimta það. Á þessum tíma gengur fanginn í barndóm. Sáralítið þarf til að hryggja hann og að sama skapi þarf lítið til að gleðja. Það sem áður var hulið hraða þjóðfélagsins verður helsta markmið lífsins og allir smáu hlutirnir eru skyndilega orðnir þeir veigamestu. Fangalífið snýst um heimsóknir frá fjölskyldu og símasamband. Hann ber þá von í brjósti að einn góðan veðurdag hverfi hann aftur til fjölskyldu sinnar með fangavistina í farteskinu sem sára en dýrmæta reynslu. Sama von blundar í brjóstum handan heiðar. Er fanginn fær von á ný og hefst barátta hans og fjölskyldunnar fyrir tilverurétti sínum. Á þeirri sömu stundu hefjast árekstrar við mikla múrveggi sem hlaðnir hafa verið upp í kringum fangavistina. Veður og vegalengdir hamla heimsóknum auk þess sem líflaus og þungbúin heimsóknaraðstaðan vekur upp fælni. Fanginn fær aðeins að takmarkað tækifæri til þess að hringja og þarf hann að skipta örfáum klukkustundum með tíu öðrum. Fjölskyldan er búin að missa aðra fyrirvinnuna og því leggst þunginn á eiginkonuna. Fjölskyldan er oftast ekki komin heim fyrr en um kvöldmatarleytið og því hópast fangar í símaröð um kl. 19:00. Þá eru tæpar 3 klukkustundirtil stefnu en lokað er fyrir símtæki kl. 21:45. Á gangi ellefu fanga ríkir spenna og óvissa. Fær fanginn að heyra rödd eiginkonu og barna? Hann hefur upplifað það að ná heim á síðustu mínútum símatíma. Þá var hann að ræða við dóttur sína en skyndilega þagnaði rödd hennar. Símatíma var lokið og símtalið rofið. Hann vissi að dóttir hans var grátandi heima en hann hafði engin ráð. Hún hélt að pabbi hefði skellt á hana eftir allt saman. Honum varð ekki svefnsamt um nóttina frekar en dótturinni. Fanginn upplifir þá afturför sem orðið hefur í íslenskum fangelsismálum á undanförnum árum. Á sama tíma og jafningjar hans hinu megin við hafið hafi upplifað hvatningu til aukinna tengsla við fjölskyldur og umheiminn hefur sá íslenski þurft að sæta sí aukinni innilokun og skerðingum. Á Íslandi hefur fjölskyldunni verið ýtt í burtu á sama tíma og henni er hleypt inn annars staðar. Dagsleyfi hafa verið afnumin frá því sem þau voru áður. Nú þarf fanginn að bíða í mörg ár og vona það að hinn langi tími aðskilnaðar slíti ekki tengsl hans og hylji markmið lífsins á ný. Heimsóknir hafa verið skertar og heimsóknartími styttur. Gestir fá ekki að kynnast fanganum öðruvísi en við þær ópersónulegu aðstæður sem hinir köldu og fráhrindandi heimsóknarklefar hafa upp á að bjóða. Með tímanum verður fanganum ljóst að fangelsið ætlar honum ekki að snúa aftur til þess sem hann áður átti. Fangavistin er stöðugur eltingaleikur við að koma í veg fyrir að fangar og fjölskyldur haldi saman. Fangelsið velur fyrir þau. Heimilum væri nær að velja sér nýja fyrirvinnu, endurnýja eiginmann, skipta um föður og gleyma syninum. Ennþá veit fjölskyldan ekki betur - svo að fangelsið hjálpar til. Það reynir ítrekað að útbýta nýjum tilfinningum. Sú stund er fanginn endurheimtir frelsi sitt er síðari tíma vandamál sem alltaf má leysa með nýrri fangavist. Jafnharðan og minnsta glufa hleypir ljósi í gegnum veggi fangelsisins hrekkur múrverk fangelsisins í gang og fyllir holuna. Eftir endalausa árekstra við vegginn mikla fara manneskjur báðu megin að upplifa ofureflið. Fjarlægðin eykst smátt og smátt uns minningin um glaðar stundir hverfur í dökkt ský uppgjafar. Fanginn stendur á ný í þeim sporum sem hann þekkti svo vel í upphafi. Nú er sársaukinn jafnvel enn meiri því tjónið hefur aukist. Sú staðreynd blasir við að hann hefur ekki aðeins brotið af sér gegn þjóðfélaginu með glæp sínum heldur hafa hans nánustu hrakist á brott. Fórnarlömbunum fangans hefur fjölgað. Enn á ný koma lyfin við sögu í lífi hans og gamalkunnar tilfinningar taka völdin. Nú er hann orðinn einn og yfirgefinn í heimi sem hefur hafnað honum. Sektarkennd, skömm og einmanaleiki hefja innreið sína í lífið af fullum þunga ásamt hugsunum um að yfirgefa heiminn. Frelsið sem um tíma hafði verið eftirsóknarvert veldur nú kvíða. Hvernig getur hann barist einn við þjóðfélagið? Áralöng barátta við hið ósigrandi hefur lagt fangann að velli. Fjölskyldan er líka illa farin – og farin. Framundan er ekkert og markmið eru orðin framandi fyrirbæri. Ein ný tilfinning skýtur upp kollinum. Það er reiði. Reiðin beinist nú ekki eingöngu að fanganum sjálfum heldur einnig fangelsinu. Það er ekki í valdi fangans að kenna sjálfum sér um allt hið illa sem hent hefur á leiðinni jafnvel þó svo að samfélagið kunni að vera sammála um að svo sé. Þetta eru leifarnar af mótspyrnu fangans og baráttu fyrir tilverurétti sínum. Með tímanum hverfur þessi nýja tilfinning á sömu braut og allar hinar. Eftir stendur uppgjöfin ein. Einhvers staðar á síðari tíma meðgöngunnar kemur að því að fanginn lýkur afplánun fyrir brot sitt. Fangelsisyfirvöld átta sig á að óumflýjanlegt er að hleypa sakamanninum út fyrir hlið hvernig sem þau streitast á móti. Jafnvel fangelsið er vanmáttugt gagnvart þeirri staðreynd. Þá er loksins hugað að því að temja fangann lítillega og honum er boðið upp á bakkaklór. Í blálokin gefst honum færi á tilbreytingu í formi meðferðar eða dvalar á áfangaheimili rétt áður en hann hleypur út á götu. Hvert gatan liggur veit hann ekki en Þrengslin koma gjarnan við sögu. Staðreynd fangavistarinnar í dag er sú að fjölmargra fanga býður lítið annað en einmanaleiki, atvinnuleysi, félagsleg framfærsla og endurkoma í fangelsi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar