SOS - Við erum að kafna úr myglu! Inga María Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2016 14:37 Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi?
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun