Landsliðið er ljósi punkturinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Stjörnukonan Margrét Kara Sturludóttir á landsliðsæfingu í vikunni. Vísir/anton brink Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir hafði ekkert spilað körfubolta í þrjú ár þegar hún gekk í raðir Stjörnunnar í haust. Þessi kröftugi leikmaður hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og spilar með því í fyrsta sinn í fjögur ár þegar Ísland leikur gegn Portúgal ytra í undankeppni EM 2017. „Þegar ég hætti á sínum tíma leiddi ég ekkert hugann að því hvort ég myndi aftur fá að spila með landsliðinu. Ég er samt afar ánægð og ótrúlega sátt með að vera komin aftur. Hópurinn hefur breyst aðeins á þessum árum en þetta eru allt saman toppeintök,“ segir Margrét Kara. Hún neitar því ekki að hún hafi haft augastað á landsliðinu þegar hún byrjaði að spila aftur í haust. „Maður vildi standa sig vel og fá viðurkenningu fyrir það. Tímabilið hefur verið erfitt með Stjörnunni og landsliðið er því kannski ljósi punkturinn við þennan vetur hjá mér.“ Stjarnan er nýliði í Domino’s-deild kvenna og fékk stóran bita á markaðnum þegar liðið samdi við Margréti Köru. En tímabilið hefur ekki gengið að óskum og liðið bæði skipt um þjálfara og erlendan leikmann.Þungt í vetur Margrét Kara segist aðeins einbeita sér að því nú að klára tímabilið vel og hafi ekki íhugað framhaldið frekar. „Þetta hefur verið þungt í vetur en í sumar fór af stað mikið uppbyggingarstarf og væri sorglegt ef þetta myndi svo allt saman splundrast í lok tímabilsins,“ segir hún og bendir á að staða liðsins í deildinni sé sérstök en liðið er í næstneðsta sæti með sex stig. „Við erum hvorki að fara í úrslitakeppnina né að falla. Samt eru sex leikir eftir. Því hef ég aldrei kynnst áður,“ segir Margrét Kara en ekkert lið fellur úr Domino’s-deildinni í vor þar sem hennar gamla lið, KR, dró lið sitt úr keppni rétt áður en tímabilið hófst „Mér líkar mjög vel í Stjörnunni en viðurkenni að ég er enn nokkuð svarthvít. Það er mjög sorglegt hvernig fór fyrir kvennaliði KR og ég trúi ekki öðru en að jafn stórt félag og KR geti farið mun betur að þessu.“ Margrét Kara kom ekkert nálægt körfubolta í þrjú tímabil en hún bjó í Noregi ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún starfaði sem verkfræðingur. „Körfubolti er ekki stór íþrótt í Noregi og það var ekki einu sinni lið í bænum þar sem ég bjó. Ég er sátt við að hafa tekið mér frí og einbeitt mér að öðru. Ég átti yndislegan tíma með fjölskyldunni,“ segir hún og bætir við að hún hafi byrjað að stunda Cross Fit. „Ég var að þykjast vera eitthvað sterk,“ segir hún í léttum dúr.Íþróttin orðin ómerkilegri Margrét Kara hefur ávallt verið gríðarleg keppnismanneskja með mikið og gott keppnisskap. Hún segir að það hafi í grunninn ekki breyst á þessum árum sem hún var í burtu. „Ég tek körfuna öðruvísi heim til mín. Mér finnst íþróttin sjálf ómerkilegri þegar ég horfi á litla barnið mitt. En um leið og ég byrja að spila þá kviknar í keppnisskapinu eins og hjá flestum. Það hættir ekkert. Ef maður missir það þá gæti maður allt eins hætt þessu.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira