Tvær Snæfellskonur jöfnuðu þriggja stiga metið í sama bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 12:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, kyssir hér bikarinn í leikslok. Vísir/Hanna Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent] Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti