Að kúra með Alheiminum Steingerður Kristjánsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 16:45 Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun