Bjarni, þú ert ekki sammála mér, þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér Kári Stefánsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar