Heims- og Evrópumeistari fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 21:30 Abeba Aregawi. Vísir/Getty Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira
Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Sjá meira