Heims- og Evrópumeistari fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 21:30 Abeba Aregawi. Vísir/Getty Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira