Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir skrifar 24. febrúar 2016 16:30 Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun