Herlaust land Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Mörgum brá illa við á dögunum þegar vefrit bandaríska hersins flutti fréttir af auknum umsvifum á Íslandi ásamt vangaveltum um varanlega viðveru hersins hér á landi í framtíðinni. Fréttin vakti óþægilegar minningar frá tímum Kalda stríðsins og varð kveikjan að spurningum um hvort herstöðin á Miðnesheiði yrði opnuð á nýjan leik. Íslensk stjórnvöld hafa gert lítið úr þessum fréttum og látið eins og í þeim felist engin tíðindi. Bandaríkjaher hafi verið hér með annan fótinn á grunni varnarsamningsins frá 1951 sem og samkomulags sem gert var árið 2006 þegar herinn fór. Umsvifin nú snúist helst um lagfæringar á gömlu flugskýli. Veruleikinn er þó sá að þær 2.700 milljónir sem ætlaðar eru til þessara framkvæmda eru hluti af miklu stærri mynd. Bandarísk hernaðaryfirvöld eru að stórauka viðbúnað sinn í Evrópu. Á sama tíma undirbúa stórveldin Bandaríkin, Rússland og Bretland öll stórfellda endurnýjun í kjarnorkuvopnabúrum sínum og Nató-ríki vinna að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Austur-Evrópu. Vígbúnaðarkapphlaup er hafið og það á sér að miklu leyti stað í hafinu umhverfis okkur. Þetta eru slæm tíðindi fyrir okkur Íslendinga og bein ógnun við lífsafkomu okkar. Eltingaleikir kjarnorkukafbáta í íslenskri lögsögu eru hættuspil og auðvelt að gera sér í hugarlund afleiðingarnar sem slys á slíkum farartækjum gæti valdið. Vilji Bandaríkjamanna til að hafa inngrip á Keflavíkurflugvelli hefur lengi verið kunnur. Spurningarnar sem kvikna við fregnir af auknum umsvifum Bandaríkjahers eru aðkallandi og krefjast tafarlausra svara; Hver er afstaða íslenskra ráðamanna til kostnaðarsams umstangs Bandaríkjahers nú? Eru íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn að hvetja Bandaríkjaher til að auka hér umsvif sín og viðveru? Hvaða pólitíska umboð hafa menn til slíks? Áratugur er liðinn frá því að herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Það var gæfuspor og stuðlaði að auknu öryggi landsmanna. Íslendingar eru friðsöm smáþjóð. Hagsmunir okkar eru þeir að standa gegn vígvæðingu og stigmögnun vopnakapphlaups. Uppsögn varnarsamningsins væri skynsamlegt skref í þá átt.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun