Sport

Hrafnhild fékk gull í 200 metra hlaupi annað árið í röð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrafndhild Eir fékk gull.
Hrafndhild Eir fékk gull. vísir/valli
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR fagnaði sigri í 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands innanhúss, en seinni keppnisdagur fer fram í dag.

Þetta er annað árið í röð sem Hrafnhild vinnur 200 metra hlaupið. Hún kom fyrst í mark að þessu sinni á 24,89 sekúndum.

Hrafnhild var áður búin að vinna silfur á mótinu en hún kom önnur í mark í 60 metra hlaupi á eftir Hafdísi Sigurðardóttur.

Hin bráðefnilega 15 ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH varð önnur í 200 metra hlaupinu á 25,12 sekúndum, en hún fékk einnig silfur í 400 metra hlaupi.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir úr Fjölni varð þriðja á 25,99 sekúndum og fékk brons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×