Unga fólkið og svikin Benóný Harðarson skrifar 9. mars 2016 09:50 Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar