Væri draumur að mæta Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2016 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar marki sínu á móti Dönum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Jónína Guðbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira