Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 12:13 „Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. vísir/getty Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17. Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Kosið verður um aðild BDSM-félagsins á Íslandi að Samtökunum ’78 á aðalfundi samtakanna í dag. Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna ’78, segir umsóknina hafa verið vel kynnta fyrir félagsmönnum. Vissulega séu skiptar skoðanir, en að hann treysti því að fólk taki upplýsta ákvörðun um málið. „ Við höfum haldið opna og upplýsandi fundi fyrir okkar félagsfólk. Mér finnst umræður hafa verið mjög góðar og málefnalegar til að upplýsa þessi mál. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá eru deildar meiningar um þetta en ég hef fulla trú á því að fólk kynni sér málin og taki svo afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. En það er auðvitað þess vegna sem stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út neina línu í þessu máli. Við vitum að þetta er umdeilt í félaginu,” segir Hilmar í samtali við Vísi.Hilmar Hildarson Magnúsarson.vísir/gvaEkki þörf á endurskilgreiningu Aðspurður segir hann fordæmi fyrir því að BDSM-félag sé partur af samtökum hinsegin fólks. „Já, þetta þekkist í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi, Landssamtökum hinsegin fólks í Noregi, LLH. Ég veit ekki betur en að það hafi gengið ágætlega.” Þá segir hann samtökin koma til með að stækka eilítið, verði aðild félagsins samþykkt. Líklega séu 30-50 manns í BDSM félaginu. Hann segir ekki þörf á að endurskilgreina samtökin „Þau tala um BDSM sem kynhneigð og ég myndi ekki telja að það sé þörf á einhverri endurskilgreiningu.”Ekki allir sammála um hvað sé kynhneigð Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað sé kynhneigð og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum,“ sagði Magnús. Aðalfundur Samtakanna 78 hefst klukkan 14 í dag og er niðurstaðna úr atkvæðagreiðslunni, sem verður leynileg, að vænta upp úr klukkan 17.
Hinsegin Tengdar fréttir Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Félag BDSM áhugafólks á Íslandi bíður eftir að félagsmenn Samtakanna 78 kjósi um aðild þeirra að samtökunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að skiptar skoðanir séu um aðildina. Formaður segir BDSM-fólk þurfa að koma út úr skápnum. 25. febrúar 2016 07:00