Einkarekstur ekki rétta leiðin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þó ástæða sé til að fagna því að heilbrigðisráðherra hyggist fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár varar BSRB við áformum um að stöðvarnar verði einkareknar. Bandalagið hvetur til þess að áformin verði endurskoðuð og að nýju stöðvarnar þrjár verði reknar á samfélagslegum grunni. Heilsugæslan hefur verið eins konar olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu árum saman. Þar hefur verið skorið óhóflega niður í fjárveitingum og reynst erfitt að fá lækna og annað starfsfólk til starfa. Ein af afleiðingum þess er sú að endurnýjun í stétt heilsugæslulækna hefur verið allt of lítil. Engin opinber umræða hefur farið fram um áform ráðherra. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill að það sé fyrst og fremst hið opinbera sem komi að rekstri heilbrigðiskerfisins. Breytingar sem þessar ætti ekki að gera í andstöðu við almenning í landinu, notendur þjónustunnar. Breytt rekstrarform á heilsugæslustöðvum mun eitt og sér ekki leiða til þess að aðgengi að heilsugæslunni verði betra. Ef ætlunin með þessum áformum er að fá heimilislækna til starfa er alls óvíst að sú tilraun takist. BSRB hvetur til þess að önnur leið verði farin til að bæta mönnun á heilsugæslustöðvum um allt land. Bandalagið hefur mótað stefnu um fjölskylduvænt samfélag, sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að samræma fjölskyldulíf og vinnu. Má í því samhengi nefna styttingu vinnuvikunnar og bætt samspil atvinnulífs og skóla. Það er augljóst að efla þarf heilsugæsluna um allt land verulega. Til þess þarf fyrst og fremst að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn. BSRB hvetur heilbrigðisráðherra til að endurskoða áform um tilraunastarfsemi með heilsugæsluna. Við hvetjum ráðherra til að leggja þess í stað aukna fjármuni og vinnu í að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og aðlaðandi vinnustað.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun