Obama hvetur frambjóðendur til hófstilltrar umræðu Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2016 22:56 Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. Vísir/Getty Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað frambjóðendur í forvalinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum við því að gera út á reiði kjósenda. Þetta sagði Obama á fjáröflunarviðburði Demókrata eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna og mótmælenda Donalds Trump fyrir baráttufund hans í Chicago á föstudag.Obama hvatti frambjóðendur til að láta af svívirðingum og að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðal Bandaríkjamanna. „Það sem frambjóðendur ættu að einbeita sér að er hvernig við getum bætt hlutina. Þeir ættu að eyða minni orku í svívirðingar, barnslega stríðni og að búa til staðreyndir,“ sagði Obama og hvatti til þess að frambjóðendur létu af því að reyna að valda ósætti á milli kynþátta og trúarbragða.Donald Trump.Vísir/AFPTrump varð að hætta við baráttufundinn með stuðningsmönnum sínum í Chicago á föstudag eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og stuðningsmanna hans. Hann hélt kosningabaráttu sinni áfram í Ohio í gær þar sem leyniþjónustumenn umkringdu hann í borginni Daytona eftir að karlmaður reyndi að komast í gegnum öryggisgæsluna.Trump hefur tekið harða afstöðu gegn innflytjendum og lofað að reisa vegg við landamæri Mexíkó. Fyrr í vikunni sagði hann þá sem aðhyllast íslamstrú hata Bandaríkjamenn. Í viðtali við fréttastöðina Fox á föstudag sagðist hann ekki vera að etja stríðandi fylkingum saman. „Ég fulltrúi fólks sem býr yfir mikilli reiði. Það er töluverð reiði í báðum fylkingum.“Trump er með forystu í forvali Repúblikanaflokksins en helstu keppinautar hans, Marco Rubio og Ted Cruz, sögðu átökin á baráttufundi Trumps hafa verið sorgleg. Cruz sakaði Trump um að skapa andrúmsloft sem ýtir undir slíka hegðun.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33 Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump. 12. mars 2016 10:33
Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio. 12. mars 2016 07:30