Sjokkið í skírnarveislunni Aldís Arna Tryggvadóttir skrifar 7. apríl 2016 08:00 Fyrir nokkrum árum skírðum við hjónin yngsta son okkar. Skírnarveislan var stór þar sem nokkrar kynslóðir komu saman til að fagna. Flestir gesta ræddu saman um daginn og veginn á meðan aðrir stungu saman nefjum. Yngstu börnin í veislunni léku sér saman í einu horni veislusalarins. Það var glatt á hjalla. Einn aldurshóp vantaði í fjörið. Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum. Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg! Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað. Þarna var líka Snapchat-myndskeið af okkur hjónum, tekið þegar við vorum að tala við aðra veislugesti án vitundar okkar eða samþykkis um birtingu á netinu. Það virðist sem fólk sé orðið berskjaldað fyrir myndatökum og hafi varla rétt á því að vita hvenær verið er að taka samtöl upp – hvenær maður heldur að viðmælandinn einn sé að hlusta þegar í reynd 200 manns eru að því. Við erum orðin almannaeign, okkur má mynda hvenær og hvar sem er og segja öðrum frá. Sjokkið í skírnarveislunni okkar ýtti við mér. Það vakti mig til vitundar um það tangarhald sem samfélagsmiðlar hafa náð á okkur og þeim neikvæðu áhrifum sem þeir geta valdið ef þeir eru ekki notaðir á meðvitaðan hátt. Ekki svo að skilja að ég sé á móti tækninni en mér fannst að einhverju þyrfti að breyta. Ég sökkti mér niður í rannsóknir um áhrif netnotkunar, samfélagsmiðla og stafrænna tækja á heilsu og líðan fólks.Ekki eyða lífinu í símanum! Í þessu grúski mínu komst ég að því að um 61% einstaklinga er háð netnotkun. Fólk sem notar Netið of mikið, hvort heldur er í síma eða tölvu, er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. Síðan er það stressið. Streita er það sem helst ógnar heilsufari manna á 21. öldinni enda undanfari margra sjúkdóma. Meðalmaðurinn er alltaf að múltítaska með því að flakka stöðugt á milli vefsíðna og skoða samfélagsmiðlana. Fyrir vikið verður einbeitingin lítil sem engin og framleiðni minnkar, sem er vissulega bagalegt í hugum atvinnurekenda. Það tekur ekki „enga stund“ að kíkja aðeins á samfélagsmiðlana – þannig týnist tíminn?… Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skírðum við hjónin yngsta son okkar. Skírnarveislan var stór þar sem nokkrar kynslóðir komu saman til að fagna. Flestir gesta ræddu saman um daginn og veginn á meðan aðrir stungu saman nefjum. Yngstu börnin í veislunni léku sér saman í einu horni veislusalarins. Það var glatt á hjalla. Einn aldurshóp vantaði í fjörið. Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum. Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg! Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað. Þarna var líka Snapchat-myndskeið af okkur hjónum, tekið þegar við vorum að tala við aðra veislugesti án vitundar okkar eða samþykkis um birtingu á netinu. Það virðist sem fólk sé orðið berskjaldað fyrir myndatökum og hafi varla rétt á því að vita hvenær verið er að taka samtöl upp – hvenær maður heldur að viðmælandinn einn sé að hlusta þegar í reynd 200 manns eru að því. Við erum orðin almannaeign, okkur má mynda hvenær og hvar sem er og segja öðrum frá. Sjokkið í skírnarveislunni okkar ýtti við mér. Það vakti mig til vitundar um það tangarhald sem samfélagsmiðlar hafa náð á okkur og þeim neikvæðu áhrifum sem þeir geta valdið ef þeir eru ekki notaðir á meðvitaðan hátt. Ekki svo að skilja að ég sé á móti tækninni en mér fannst að einhverju þyrfti að breyta. Ég sökkti mér niður í rannsóknir um áhrif netnotkunar, samfélagsmiðla og stafrænna tækja á heilsu og líðan fólks.Ekki eyða lífinu í símanum! Í þessu grúski mínu komst ég að því að um 61% einstaklinga er háð netnotkun. Fólk sem notar Netið of mikið, hvort heldur er í síma eða tölvu, er 2,5 sinnum líklegra til að glíma við þunglyndi en aðrir. Síðan er það stressið. Streita er það sem helst ógnar heilsufari manna á 21. öldinni enda undanfari margra sjúkdóma. Meðalmaðurinn er alltaf að múltítaska með því að flakka stöðugt á milli vefsíðna og skoða samfélagsmiðlana. Fyrir vikið verður einbeitingin lítil sem engin og framleiðni minnkar, sem er vissulega bagalegt í hugum atvinnurekenda. Það tekur ekki „enga stund“ að kíkja aðeins á samfélagsmiðlana – þannig týnist tíminn?… Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar