Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 11:00 Vísir/Getty „Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14