Maggie de Block, heilbrigðisráðherra Belgíu, staðfestir að 14 hafi látist í árásinni á flugvellinum og að 81 hafi slasast. Borgarstjóri Brussel hefur staðfest að 20 hafi látist í neðanjarðarlestargöngunum við Maelbeek lestarstöðina, í grennd við skrifstofur Evrópusambandsins.
Sprengjur á tveimur stöðum
Minnst þrjár sprengjur voru sprengdar í Brussel í morgun í samræmdum hryðjuverkaárásum á borgina. Belgíski ríkissaksóknarinnar hefur staðfest að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða á alþjóðaflugvellinum.
Tvær háværar sprengingar heyrðust á Zaventem flugvellinum í Brussel um klukkan sjö í morgun. Belgíska almannaútvarpið VRT segir að þrettán séu látnir eftir sprengingarnar en tala látinna hefur verið á reiki í morgun og hefur hún hækkað talsvert frá fyrstu fréttum.
Kort sem sýnir staðina þar sem sprengjuárásir voru gerðar í Belgíu í morgun. pic.twitter.com/v8S5yHoKsP
— Vísir (@visir_is) March 22, 2016
Seinni árásin gerð klukkutíma síðar
Um klukkutíma seinna var önnur sprenging á neðanjarðarlestarstöðinni Maelbeek, sem er í grennd við skrifstofur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og skrifstofur Sameinuðu þjóðanna. Belgíska almannaútvarpið VRT segir að minnst tíu séu látnir eftir sprenginguna.
Samgöngukerfi borgarinnar er lamað og var lestarferðum með Eurostar til og frá Brussel aflýst í dag.
Nálægð sprengingarinnar á lestarstöðinni við skrifstofur Evrópusambandsins er mikil. pic.twitter.com/u8DxE6u5Ri
— Vísir (@visir_is) March 22, 2016
Ljóst er að Abdeslam hafði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel. Innanríkisráðherra Belgíu sagði í gær að yfirvöld þar hefðu áhyggjur af hefndaraðgerðum. Belgar hafa nú hækkað viðbúnað sinn á hæsta stig.
Var að taka af stað frá Maelbeek
Samgönguyfirvöld í Brussel segja að sprenging hafi orðið um borð í neðanjarðarlest þegar hún var að taka af stað frá Maelbeek stöðinni á leið sinni stutta vegalengd yfir á Arts-Loi stöðina. Lestin var samsett af þremur vögnum og var sprengjan staðsett í miðjuvagninum. Lestarstjórinn stöðvaði lestina samstundis og voru fremsti og aftasti vagninn tæmdur.
Samkvæmt belgísku fréttastofunni VTM hefur lögreglan fundi ósprungið sprengjuvesti á flugvellinum í Brussel. Fyrr í dag var greint frá því að Kalashnikov hríðskotariffill hafi fundist á flugvellinum.
PHOTO: Explosion at #Maelbeek métro station in #Brussels. - @alxdmpic.twitter.com/utlPFt0Ezr
— Conflict News (@Conflicts) March 22, 2016
Stjórnvöld hafa hvatt skóla til að halda börnum innandyra og hefur því verið beint til fyrirtækja að hvetja starfsmenn sína til að fara ekki út á götur borgarinnar. Viðbúnaður í borginni er kominn á hæsta stig en það gerðist síðast í nóvember síðastliðnum, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á París.
Létust bæði á flugvellinum og á lestarstöðinni
Forsætisráðherra Belgíu sagði á blaðamannafundi rétt fyrir ellefu í dag að hryðjuverkamenn hefðu framið morð bæði á flugvellinum og á lestarstöðinni. Á fundinum greindi hann frá því að herinn hefði verið kallaður til. Hann staðfesti að sprengjuárásin á flugvellinum hafi verið framkvæmd af sjálfsmorðsárásarmanni.
Amercian Airlines hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem bornar eru til baka fréttir um að sprengingarnar hafi átt sér stað við innritunarborð flugfélagsins. Í tilkynningunni segir að verið sé að huga að starfsfólki félagsins, sem allt hafi lifað af árásina.
This footage shows the scene in Brussels airport just after the explosions #Brusselsattackhttps://t.co/S3jN3r9fvl
— Sky News (@SkyNews) March 22, 2016
Þúsundir eru nú fastir í Brussel þar sem samgöngur eru stopp og fólk sem var ef til vill á leið frá borginni kemst ekki þaðan. Íbúar borgarinnar hafa nú tekið upp á því að bjóða þeim sem eru fastir í borginni gistingu á samfélagsmiðlum. Kassamerkið #OpenHouse hefur nú verið notað margsinnis á Twitter.
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa tjáð sig um árásirnar og lýst yfir stuðningi við Belgíu. Þeirra á meðal eru Francois Hollande, David Cameron og Vladimir Putin.
Þessi frétta var síðast uppfærð klukkan 15.00 í dag en hún hefur verið stöðugt uppfærð frá því í morgun þegar fyrstu fréttir bárust frá Belgíu.
#Maalbeek metro í #Brussels núna. Minnst 10 látnir. pic.twitter.com/rur4MpqxDJ
— Thorfinnur Omarsson (@thorfinnur) March 22, 2016
Video Airport #Brüssel #Explosion
— Muschelschloss ️☕ (@Muschelschloss) March 22, 2016
RT @AAhronheim: #BREAKING: Two loud explosions at #Zaventem airport in #Brussels pic.twitter.com/riZnLzLvVL