Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2016 14:00 Abdeslam á hlaupum skömmu áður en hann var særður. Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28
Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40