Óásættanleg tillaga Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 21. mars 2016 09:00 Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp tóku þátt í vinnu nefndar um endurskoðun á almannatryggingum en nefndin skilaði nýlega áliti til félagsmálaráðherra. Samtökin studdu þá stefnumörkun sem fram kemur í tillögum meirihluta nefndarinnar um einföldun á bótakerfinu, með fækkun bótaflokka, samræmingu á skerðingarhlutfalli vegna tekna og einföldun á frítekjumarki. Landssamtökin Þroskahjálp kynntu sér og eru efnislega sammála mörgum þeim atriðum sem fram koma í séráliti Öryrkjabandalags Íslands og stjórnarandstöðuflokkanna við niðurstöðu meirihlutans en töldu hins vegar að margt í tillögum nefndarinnar sé það mikilvægt að réttara væri að standa að nefndaráliti meirihlutans með afdráttarlausri bókun með það að leiðarljósi að á seinni stigum megi leiðrétta augljósa galla á tilllögunum. Efnislegar athugasemdir Landssamtökin Þroskahjálp komu því margítrekað á framfæri í umræddri nefnd að sú einföldun sem hægt væri að ná fram á lífeyrisbótakerfinu mætti ekki leiða til þess að almannatryggingakerfi gegndi síður því hlutverki sínu að tryggja fólki með engar eða litlar tekjur, aðrar en bætur almannatrygginga, viðunandi lífskjör. Einnig var lögð áhersla á það af hálfu samtakanna að tryggingabótakerfið virkaði atvinnuhvetjandi fyrir alla og þá ekki síst fyrir lífeyrisþega með lágar atvinnutekjur, t.d. undir 100.000 krónum á mánuði. Í tillögum meirihluta nefndarinnar er gert ráð fyrir því að afnema öll frítekjumörk, þar með talið frítekjumark vegna atvinnutekna. Þessar hugmyndir leiða til þess að öryrkjar með lágar atvinnutekjur munu margir hverjir bera minna úr býtum en nú er. Þær hugmyndir sem fram hafa verið settar um einhvers konar sérreglu/ákvæði til bráðabirgða til að tryggja að þessir einstaklingar beri ekki minna úr býtum er allsendis ófullnægjandi að mati samtakanna, ekki síst í því ljósi að nýtt almannatryggingakerfi samkvæmt tillögum nefndarinnar mun kosta umtalsvert meira en núverandi kerfi. Landssamtökin Þroskahjálp geta því ekki staðið að tillögu sem hefur þessar afleiðingar og leggja samtökin til að viðhaldið verði frítekjumarki vegna atvinnutekna hjá öryrkjum. Þeir einstaklingar sem hafa atvinnutekjur undir 100 þús. krónum á mánuði eru í langflestum tilvikum fólk sem þrátt fyrir verulega skerta vinnugetu er að reyna að taka þátt á vinnumarkaði oft með töluverðri fyrirhöfn og einnig fólk sem stundar vinnu á vernduðum vinnustöðum sem hluta af starfsþjálfun og almennri endurhæfingu. Er ástæða til að draga úr þeim hvata sem þetta fólk hefur til atvinnuþátttöku? Rýr ef nokkur ávinningur Þá ber að hafa í huga að margir einstaklingar sem eru á leið út á vinnumarkað byrja í hlutastörfum þegar þeir fara að feta sig til aukinnar atvinnuþátttöku. Það er augljóslega letjandi og ósanngjarnt að þeim mæti skerðingar upp á 45-52,5% og því til viðbótar tekjuskattur sem samtals þýðir um 70% skerðingu á atvinnutekjum. Í þessu sambandi þarf einnig að hafa í huga að umtalsverður kostnaður fylgir því að koma sér til og frá vinnu, auk annars kostnaðar sem fylgir atvinnuþátttöku. Hætt er því við að efnahagslegur ávinningur fyrir þetta fólk, gangi tillögur nefndarinnar fram óbreyttar, verði afar rýr ef nokkur af atvinnuþátttöku. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur, eftir að henni barst umrædd skýrsla í hendur, velt því upp opinberlega hvort heppilegra væri að gera skýrari greinarmun á almannatryggingabótum örorkulífeyrisþega annars vegar og ellilífeyrirþega hins vegar. Landssamtökin Þroskahjálp eru sömu skoðunar og benda á ólíka tekjudreifingu þessara hópa nú þegar. Sá mismunur á eftir að aukast með aukinni hlutdeild lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ellilífeyrisþegum. Lítil atvinnuþátttaka öryrkja og það að margir verða öryrkjar ungir veldur því að annað er upp á teningnum hvað þann hóp varðar. Grunnskylda almannatryggingakerfis er að tryggja sómasamlega framfærslu þeirra sem vegna skertrar starfsgetu geta ekki tryggt afkomu sína með öðrum hætti. Á það leggja Landssamtökin Þroskahjálp höfuðáherslu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun