Opna Joe and the Juice í Alþingishúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2016 07:00 Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe and the Juice á Íslandi, segir að verið sé að leggja lokahönd á framkvæmdirnar. vísir/vilhelm Samlokustaðurinn Joe and the Juice verður opnaður í Alþingishúsinu. Framkvæmdir við opnun staðarins standa yfir en gert er ráð fyrir að hann verði formlega opnaður þegar þingið kemur aftur saman á mánudag eftir páskafrí. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Starfsfólk þingsins og þingmenn höfðu verið að kalla eftir meiri fjölbreytileika og hollari kost en með þessu er verið að koma til móts við það,“ segir Einar.Joe and the Juice er nú með aðstöðu inni í mötuneyti Alþingis. Hún er í minni kantinum og verður einn starfsmaður á vegum staðarins til að byrja með.vísir/vilhelm„Kannski erum við með þessu að fylgja eftir einhverjum svokölluðum tíðaranda og fyrir gamlan íhaldsfausk eins og mig er það ekkert endilega eftirsóknarvert, en stundum lætur maður undan tískusveiflum, þó það gerist ekki mjög oft.“ Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Staðurinn verður ekki opinn fyrir gesti og gangandi. Árni Páll segist ekki vita til þess að útboð hafi farið fram. Ekki fengust upplýsingar hvers vegna það var ekki.Vísir/vilhelmEkkert útboð Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist fagna auknum fjölbreytileika. Hann furðar sig þó á því að ekkert útboð hafi farið fram. „Mjög gott og jákvætt að koma með nýbreytni í matarkosti þingmanna. En ég man nú reyndar ekki að það hafi farið fram útboð á þessari þjónustu og velti því fyrir mér hvernig staðið var að því að semja við þetta tiltekna fyrirtæki. Það hefði nú verið eðlilegt ef þetta hefði verið boðið út," segir hann. Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe and the Juice á Íslandi, segir spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Við erum að leggja lokahönd á framkvæmdirnar en þetta ætti allt saman að verða klárt eftir helgi,“ segir hann. Joe and the Juice rekur fimm staði á Íslandi, tvo í flugstöðinni, í Smáralind, Kringlunni og í World Class Laugum. Tengdar fréttir Joe & the Juice stefnir á að opna í húsnæði Asíu Veitingahúsið Asía mun loka eftir 27 ára rekstur á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. 3. desember 2015 10:53 Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir Tekjur Joe and the Juice á Íslandi jukust um 200 milljónir milli ára. 4. september 2015 16:44 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Samlokustaðurinn Joe and the Juice verður opnaður í Alþingishúsinu. Framkvæmdir við opnun staðarins standa yfir en gert er ráð fyrir að hann verði formlega opnaður þegar þingið kemur aftur saman á mánudag eftir páskafrí. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. „Starfsfólk þingsins og þingmenn höfðu verið að kalla eftir meiri fjölbreytileika og hollari kost en með þessu er verið að koma til móts við það,“ segir Einar.Joe and the Juice er nú með aðstöðu inni í mötuneyti Alþingis. Hún er í minni kantinum og verður einn starfsmaður á vegum staðarins til að byrja með.vísir/vilhelm„Kannski erum við með þessu að fylgja eftir einhverjum svokölluðum tíðaranda og fyrir gamlan íhaldsfausk eins og mig er það ekkert endilega eftirsóknarvert, en stundum lætur maður undan tískusveiflum, þó það gerist ekki mjög oft.“ Máltíðir í Alþingishúsinu eru niðurgreiddar og kosta 550 krónur en samlokurnar verða aðeins dýrari. Samloka og lítill safi mun kosta samtals 1.500 krónur en þessi sama máltíð fyrir hinn almenna borgara kostar 2.100 krónur. Staðurinn verður ekki opinn fyrir gesti og gangandi. Árni Páll segist ekki vita til þess að útboð hafi farið fram. Ekki fengust upplýsingar hvers vegna það var ekki.Vísir/vilhelmEkkert útboð Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist fagna auknum fjölbreytileika. Hann furðar sig þó á því að ekkert útboð hafi farið fram. „Mjög gott og jákvætt að koma með nýbreytni í matarkosti þingmanna. En ég man nú reyndar ekki að það hafi farið fram útboð á þessari þjónustu og velti því fyrir mér hvernig staðið var að því að semja við þetta tiltekna fyrirtæki. Það hefði nú verið eðlilegt ef þetta hefði verið boðið út," segir hann. Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe and the Juice á Íslandi, segir spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Við erum að leggja lokahönd á framkvæmdirnar en þetta ætti allt saman að verða klárt eftir helgi,“ segir hann. Joe and the Juice rekur fimm staði á Íslandi, tvo í flugstöðinni, í Smáralind, Kringlunni og í World Class Laugum.
Tengdar fréttir Joe & the Juice stefnir á að opna í húsnæði Asíu Veitingahúsið Asía mun loka eftir 27 ára rekstur á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. 3. desember 2015 10:53 Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir Tekjur Joe and the Juice á Íslandi jukust um 200 milljónir milli ára. 4. september 2015 16:44 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Joe & the Juice stefnir á að opna í húsnæði Asíu Veitingahúsið Asía mun loka eftir 27 ára rekstur á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. 3. desember 2015 10:53
Seldu djús og samlokur fyrir tæpar 300 milljónir Tekjur Joe and the Juice á Íslandi jukust um 200 milljónir milli ára. 4. september 2015 16:44
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46