Gary Neville versti þjálfari í sögu Valencia Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 15:00 Gary Neville átti ekki sjö dagana sæla á Mestalla. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var í gær formlega sagt upp störfum sem þjálfari spænska 1. deildar liðsins Valencia eins og greint var frá. Vefsíða enska blaðsins Daily Mail heldur því fram í morgun að Neville hafi verið rekinn fyrir landsleikjafríið en Englendingurinn hafi fengið að hafa hljótt um það til að trufla ekki lærisveina sína í enska landsliðinu þar sem hann er aðstoðarmaður Roy Hodgson. Fjögurra mánaða starfi Neville er allavega lokið á Mestalla-vellinum og kveður hann sem versti þjálfari Valencia frá upphafi ef miðað er við sigurhlutfall í deild. Neville, sem var orðinn lang vinsælasti og virtasti sparkspekingur Englands áður en hann tók við starfinu, vann aðeins þrjá af 16 leikjum sínum í deildinni, gerði fimm jafntefli og tapaði átta. Hann innbyrti fjórtán stig í heildina og fékk því 0,88 stig í leik. Pako Ayestaran, sem var aðstoðarþjálfari félagsins frá 2001 til 2004, mun stýra liðinu fram á sumar en hann tekur við Valencia í 14. sæti með 34 stig, sex stigum frá fallsæti. Gary Neville kom Valencia í undanúrslit spænska Konungsbikarsins þar sem liðið fékk vænan rassskell gegn Barcelona og þá féll liðið úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Neville has posted the lowest win rate of any Valencia Coach in La Liga history with a win rate of 18.8% #SSNHQ pic.twitter.com/xhWlEegnIy— Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) March 30, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira