Umræðan um fátæka námsmanninn Aron Ólafsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun