Það sem Sigmundur gæti gert Ívar Halldórsson skrifar 5. apríl 2016 13:20 Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það sem Sigmundur Davíð gæti sagt og margir Íslendingar vildu gjarnan heyra hann segja til að sátt náist í okkar samfélagi: „Kæru Íslendingar, Ég geri mér grein fyrir því að traust er undirstaða farsældar og gæfu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að án ykkar trausts hefði mér aldrei verið treyst fyrir embætti forsætisráðherra. Ég er afar þakklátur og met mikils það traust sem þið hafið sýnt mér. Í ljósi atburða líðandi stundar þar sem persónuleg fjármál mín eru í kastljósinu vegna gruns um misferli, tel ég brýnt að ég geri fulla grein fyrir málasökum með afgerandi hætti. Það er á minni könnu að verða við kröfu ykkar um að færa með sannanlegum hætti, rök fyrir því að ég hafi hvergi brotið lög né brugðist trausti ykkar. Með öðrum orðum þá þarf ég að endurvinna traust ykkar – og það ætla ég mér að gera. Ég þarf þó að gera mér grein fyrir því að traust íslensku þjóðarinnar og þingsins er ekki mikið eins og sakir standa í dag. Heimsbyggðin veltir vöngum og reynir að gera upp hug sinn um hvort ég sé með óhreint mjöl í pokahorninu. Að endurvinna traust ykkar mun taka tíma. Dýrmætan tíma. Eins og málin standa í dag er lítill vinnufriður til að takast á við aðkallandi málefni sem ríkisstjórnin þarf að sinna og leysa, þar sem öll orka þings og miðla fer í að reyna að fá botn í mín persónulegu mál. Ég þarf sem kjörinn forsætisráðherra að hlusta á raddir ykkar og virða það að þið hafið efasemdir um mína hagi. Þótt efitt sé verð ég að gera mér grein fyrir því að ég get ekki náð tilskyldum árangri í starfi mínu þegar ég nýt hvorki trausts samstarfsmanna minna né ykkar. Ég hef því ákveðið að setja ykkur og hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Það er ótækt að aðkallandi mál og afspurn þjóðarinnar sitji á hakanum á meðan ég geri hreint fyrir mínum dyrum. Ég ætla því, þótt mér reynist það erfitt, að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ávinna traust ykkar aftur hvort sem ég komi til með að sinna þingstörfum aftur eða ekki. Það mun ég gera til þess að þið sjáið hversu mikils ég met traust ykkar, og til þess að þið vitið á að þið settuð traust ykkar á réttan mann þegar þið kusuð mig fyrst í þetta embætti." Svona uppgjör kynni ég að meta sem Íslendingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar