Landsliðsmiðherjinn komst ekki í úrvalslið Keflvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 22:30 Sandra Lind Þrastardóttir. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45
Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00
Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30
Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42