Hjálmar nefbrotinn en ætlar að spila með grímu í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 15:06 Hjálmar Stefánsson. Vísir/Auðunn og inssíða Hauka Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson ætlar ekki að láta brotið nef koma í veg fyrir það að hann spili í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Nú er komið í ljós að Hjálmar nefbrotnaði í þriðja leik Hauka og Tindastóls þegar hann fékk olnboga Darrel Lewis í andlitið. Hjálmar gat ekki spilað í fjórða leiknum en félagar hans kláruðu dæmið og komu liðinu í úrslitin án hans. „Ég nefbrotnaði en því var kippt aftur í lag. Það þýðir bara það að ég verð með grímu í næsta leik. Ég mun reyna mitt besta til þess að spila næsta leik," segir Hjálmar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? „Það var ekki gert neitt fyrst því það var ekki hægt að sjá þetta fyrir bólgunni. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í skoðun í morgun. Þeir þreifuðu á nefinu og það var greinilega skekkja í því. Þeir var bara deyft og nefinu kippt í lag," segir Hjálmar. Hjálmar segir að það hafi ekki verið það vont að láta rétta nefið sitt. „Ég verð nú að segja að höggið var verra," sagði Hjálmar. Hjálmar Stefánsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann hefur verið að dekka bestu sóknarmenn mótherjanna. Haukarnir mun því fagna endurkomu hans í liðið.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég get næstum því staðfest það að ég verð með í næsta leik," segir Hjálmar og hann er ekki með nein einkenni heilahristings. „Þau eru öll horfin og heilahristingurinn er ekkert vandamál núna," segir Hjálmar en hann þarf þó að verja brotna nefið á vellinum. „Ég held ég fái bara grímu lánaða frá Haukum. Því verður reddað það verður ekkert vandamál," segir Hjálmar og hann segir það hafa verið erfitt að geta ekki aðstoðað félagana í leik fjögur. „Það er versta tilfinning í heimi að sitja á bekknum og geta ekkert hjálpað til," segir Hjálmar. Það kemur í ljós annað kvöld hvort Haukar mæta KR eða Njarðvík í úrslitaeinvíginu sem hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. „Ég er að spá í því að fara á oddaleikinn enda langar mig að sjá hann," segir Hjálmar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04 Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30 Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haukamaðurinn Hjálmar Stefánsson ætlar ekki að láta brotið nef koma í veg fyrir það að hann spili í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir eru komnir í úrslitin í fyrsta sinn í 23 ár. Nú er komið í ljós að Hjálmar nefbrotnaði í þriðja leik Hauka og Tindastóls þegar hann fékk olnboga Darrel Lewis í andlitið. Hjálmar gat ekki spilað í fjórða leiknum en félagar hans kláruðu dæmið og komu liðinu í úrslitin án hans. „Ég nefbrotnaði en því var kippt aftur í lag. Það þýðir bara það að ég verð með grímu í næsta leik. Ég mun reyna mitt besta til þess að spila næsta leik," segir Hjálmar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? „Það var ekki gert neitt fyrst því það var ekki hægt að sjá þetta fyrir bólgunni. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég fór í skoðun í morgun. Þeir þreifuðu á nefinu og það var greinilega skekkja í því. Þeir var bara deyft og nefinu kippt í lag," segir Hjálmar. Hjálmar segir að það hafi ekki verið það vont að láta rétta nefið sitt. „Ég verð nú að segja að höggið var verra," sagði Hjálmar. Hjálmar Stefánsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppninni og þá sérstaklega varnarlega þar sem hann hefur verið að dekka bestu sóknarmenn mótherjanna. Haukarnir mun því fagna endurkomu hans í liðið.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég get næstum því staðfest það að ég verð með í næsta leik," segir Hjálmar og hann er ekki með nein einkenni heilahristings. „Þau eru öll horfin og heilahristingurinn er ekkert vandamál núna," segir Hjálmar en hann þarf þó að verja brotna nefið á vellinum. „Ég held ég fái bara grímu lánaða frá Haukum. Því verður reddað það verður ekkert vandamál," segir Hjálmar og hann segir það hafa verið erfitt að geta ekki aðstoðað félagana í leik fjögur. „Það er versta tilfinning í heimi að sitja á bekknum og geta ekkert hjálpað til," segir Hjálmar. Það kemur í ljós annað kvöld hvort Haukar mæta KR eða Njarðvík í úrslitaeinvíginu sem hefst síðan á þriðjudaginn í næstu viku. „Ég er að spá í því að fara á oddaleikinn enda langar mig að sjá hann," segir Hjálmar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04 Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30 Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik „Ég er ekki alveg viss hvort ég sé nefbrotinn, læknarnir vilja ekki skoða það meðan ég er svona bólginn,“ segir Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, sem fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 13:04
Mobley: Kára engin takmörk sett Brandon Mobley, Bandaríkjamaðurinn í liði Hauka, er afar hrifinn af Kára Jónssyni. 13. apríl 2016 15:30
Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. 12. apríl 2016 11:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, fékk mikið höfuðhögg í leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. 10. apríl 2016 14:48