Luis Enrique, þjálfari Barcelona: Þetta er 99,9 prósent mér að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 08:00 Lionel Messi gengur af velli. Vísir/Getty Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45
Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45