Haukar án lykilmanns í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 11:45 Fyrst Kári Jónsson, svo Brandon Mobley og loks Hjálmar Stefánsson. Vísir/Anton Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Hjálmar Stefánsson verður ekki með Haukum á móti Tindastól á Sauðárkróki í kvöld þegar liðin mætast í fjórða sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla í körfubolta. Haukar eru 2-1 yfir í einvíginu eftir tvo heimasigra og komast því í lokaúrslit með sigri í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 3 HD. Haukarnir þurfa að spila án lykilmanns í þessum leik því Hjálmar Stefánsson er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut í síðasta leik. Hjálmar Stefánsson fékk þá dæmda á sig villu fyrir "að verða fyrir" olnboga Darrel Lewis en atvikið gerðist strax í fyrsta leikhlutanum og Hjálmar spilaði ekki meira í leiknum. Hjálmar verður í kvöld þriðji lykilmaður Hauka sem missir af leik í úrslitakeppninni og í viðbót hafa Haukarnir misst lykilmann í meiðsli eða brottrekstur í þremur öðrum leikjum. Báðir hinir leikirnir hafa verið á útivelli eins og þessi í kvöld og Haukarnir hafa unnið þá báða.Sjá einnig:Atvikið sem sendi Hjálmar upp á spítala: Hvernig er þetta villa á Haukamanninn? Haukaliðið lék án Kára Jónssonar í öðrum leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en hann hafði meiðst í fyrri hálfleik í fyrsta leiknum. Haukarnir unnu Þórsliðið án Kára 76-65 og jöfnuðu þá einvígið. Haukaliðið lék án bandaríska leikmannsins Brandon Mobley í fjórða leiknum á móti Þór í Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum en Mobley hafði verið rekinn út úr húsi eftir aðeins átta mínútna leik í þriðja leiknum. Hann tók því út leikbann í leik fjögur en Haukarnir unnu Þór án Mobley 100-96 eftir framlengdan leik og tryggðu sér með því sæti í undanúrslitunum. Haukaliðið hefur þegar spilað sjö leiki í úrslitakeppninni í ár, fjóra í átta liða úrslitunum á móti Þór og þrjá í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól. Það er bara í tveimur af þessum sjö leikjum þar sem Haukaliðið hefur byrjað og klárað leikinn með alla sína lykilmenn.Sjá einnig:Hjálmar með einkenni heilahristings: Stokkbólginn og marinn en gæti mætt í næsta leik Haukarnir voru búnir að spila tvo fyrstu leikina á móti Tindastól án þess að missa af mann en Hjálmar fór síðan blóðugur af velli í þriðja leiknum. Nú er að sjá hvort Haukunum tekst að sigrast á enn einu mótlætinu í þessari úrslitakeppni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30 Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30 Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15 Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór Þ. í frábærum körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld. 29. mars 2016 22:30
Körfuboltakvöld: Maður leiksins í Þorlákshöfn mætti í settið | Myndband Kári Jónsson átti frábæran leik þegar Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með fjögurra stiga sigri, 96-100, á Þór í Þorlákshöfn í gær. 30. mars 2016 10:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 73-61 | Haukar vörðu heimavöllinn Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skilaði Haukum sigri á Tindastóli og 1-0 stöðu í einvíginu. 3. apríl 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 89-81 | Haukar komnir í lykilstöðu Haukar eru komnir í 2-1 í einvíginu við Tindastól í undanúrslitum Domino's deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í Schenker-höllinni í dag. 9. apríl 2016 19:30
Körfuboltakvöld: Sjáðu frábærlega teiknað kerfi hjá Haukum | Myndband Haukar komust í gær áfram í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Þór í Þorlákshöfn, 96-100, í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitunum. 30. mars 2016 13:15
Haukaleikirnir kalla á stórar breytingar hjá Stólunum Tindastólsmenn hafa enn á ný þurft að gera stóra breytingu á liði sínu í körfunni en Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley hefur yfirgefið liðið í miðri úrslitakeppni. 8. apríl 2016 11:00