„Bara eitt stórveldi á Íslandi í dag“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 06:00 Systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur. vísir/ernir „Það er alveg geggjað að taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði brosmild og kampakát Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir að stúlkurnar úr Stykkishólmi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri á Haukum í oddaleik á útivelli, 67-59, í gærkvöldi. Snæfell, sem varð einnig bikarmeistari fyrr á tímabilinu í fyrsta sinn, hefur verið besta lið landsins undanfarin ár og heldur þeim titli með glans. Haukarnir höfðu Helenu Sverrisdóttur en Snæfell Haiden Palmer, liðsheild og óþreytandi sigurvilja sem skín úr andliti hvers leikmanns. Sigurinn í gær var liðssigur eins og þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnarleikurinn frábær, samheldnin í liðinu eins og hún verður best og svo er erfitt að tapa fyrir framan alla Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í gærkvöldi. „Ég veit ekki hver er að passa bæinn. Löggan eða eitthvað nema hún hafi komið líka. Það er enginn heima,“ sagði Berglind og hló aðspurð hver hefði fengið það hlutverk að passa upp Hólminn á meðan íbúarnir óku suður og fögnuðu með stúlkunum sínum. Úrslitarimman var alveg mögnuð en Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar naumt á Ásvöllum áður en liðinu tókst loksins að vinna á Ásvöllum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Haukanna í vetur. „Við völdum rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berglind glöð í bragði og hélt áfram: „Þetta er búinn að vera körfubolti fyrir allan peninginn og áhorfendur hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að vinna þetta þriðja árið í röð en þetta er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind. Landsliðskonan, sem blaðamaður þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum og kossaflensi við áhorfendur til að ná tali af henni, þurfti að taka ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti haldið áfram að spila körfubolta fyrir nokkrum árum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin er vafin. „Það eru þessir leikir og þessi tilfinning sem heldur manni gangandi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er lætur sig hafa það að vera teipaður á hverri einustu helvítis æfingu því maður er alltaf að fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem var eðlilega í sigurvímu er hún horfði yfir stuðningsmennina í stúkunni. „Að spila fyrir þennan klúbb, vá, fyrir þetta fólk og þennan klúbb er ólýsanlegt.“ Berglind sagði að nú væri stefnan sett á að vinna titilinn fjórða árið í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár sem var nýtt. Nú höldum við bara ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð hvort það sé bara eitt stórveldi á Íslandi í dag var hún fljót að svara: „Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í dag.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37 Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12 Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
„Það er alveg geggjað að taka þetta þrjú ár í röð. Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði brosmild og kampakát Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir að stúlkurnar úr Stykkishólmi tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð með sigri á Haukum í oddaleik á útivelli, 67-59, í gærkvöldi. Snæfell, sem varð einnig bikarmeistari fyrr á tímabilinu í fyrsta sinn, hefur verið besta lið landsins undanfarin ár og heldur þeim titli með glans. Haukarnir höfðu Helenu Sverrisdóttur en Snæfell Haiden Palmer, liðsheild og óþreytandi sigurvilja sem skín úr andliti hvers leikmanns. Sigurinn í gær var liðssigur eins og þeir eru svo oft hjá Snæfelli. Varnarleikurinn frábær, samheldnin í liðinu eins og hún verður best og svo er erfitt að tapa fyrir framan alla Hólmara sem voru mættir á Ásvelli í gærkvöldi. „Ég veit ekki hver er að passa bæinn. Löggan eða eitthvað nema hún hafi komið líka. Það er enginn heima,“ sagði Berglind og hló aðspurð hver hefði fengið það hlutverk að passa upp Hólminn á meðan íbúarnir óku suður og fögnuðu með stúlkunum sínum. Úrslitarimman var alveg mögnuð en Snæfell tapaði tvisvar sinnum afar naumt á Ásvöllum áður en liðinu tókst loksins að vinna á Ásvöllum. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli Haukanna í vetur. „Við völdum rétta leikinn til að vinna!“ sagði Berglind glöð í bragði og hélt áfram: „Þetta er búinn að vera körfubolti fyrir allan peninginn og áhorfendur hafa fengið ótrúlegt úrslitaeinvígi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Að klára þetta í oddaleik á Ásvöllum er ólýsanlegt. Við erum að vinna þetta þriðja árið í röð en þetta er alltaf jafngaman,“ sagði Berglind. Landsliðskonan, sem blaðamaður þurfti að rífa úr óteljandi faðmlögum og kossaflensi við áhorfendur til að ná tali af henni, þurfti að taka ákvörðun um hvort hún yfirleitt gæti haldið áfram að spila körfubolta fyrir nokkrum árum vegna þrálátra axlarmeiðsla. Hún spilar oft þjáð og öxlin er vafin. „Það eru þessir leikir og þessi tilfinning sem heldur manni gangandi. Þetta er ástæðan fyrir því að maður heldur alltaf áfram. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er lætur sig hafa það að vera teipaður á hverri einustu helvítis æfingu því maður er alltaf að fara úr axlarlið,“ sagði Berglind sem var eðlilega í sigurvímu er hún horfði yfir stuðningsmennina í stúkunni. „Að spila fyrir þennan klúbb, vá, fyrir þetta fólk og þennan klúbb er ólýsanlegt.“ Berglind sagði að nú væri stefnan sett á að vinna titilinn fjórða árið í röð: „Við tókum bikarinn líka í ár sem var nýtt. Nú höldum við bara ótrauðar áfram,“ sagði hún, en spurð hvort það sé bara eitt stórveldi á Íslandi í dag var hún fljót að svara: „Það er bara eitt stórveldi á Íslandi í dag.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37 Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12 Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Pálína ekki sátt: "Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín“ "Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. 26. apríl 2016 21:37
Sjáðu Hólmara taka við bikarnum | Myndband Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:12
Ingi sýnir breikdans | Myndband Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir að stelpurnar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. 26. apríl 2016 23:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Snæfell vann Hauka í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta og er nú búið að vinna þrjú ár í röð. 26. apríl 2016 22:00