Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hillary Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum að kvöldi forkosningadags í New York, þar sem hún sigraði með yfirburðum. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira