Segir dagblað hagnast á þjóðarmorðum Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2016 08:00 Kim Kardashian ásamt eiginmanni sínum Kanye West og dóttur þeirra North West. Kim er af armenskum uppruna og ekki sátt við auglýsingar Tyrkja í bandarískum blöðum. Vísir/Getty „Það er eitt að skítasnepill græði á upplognum skandölum, en að virðuleg útgáfa eins og Wall Street Journal hagnist á þjóðarmorði er skammarlegt og óásættanlegt,“ segir Kim Kardashian West, raunveruleikaþáttarstjarna og athafnakona, í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Tilefnið er auglýsing sem birtist í Wall Street Journal þann 20. apríl síðastliðinn sem hafnar því að þjóðarmorð hafi verið framið á Armenum árið 1915. Þá var ein og hálf milljón manna drepin af Ottómanveldinu, sem í dag er Tyrkland. Auglýsingin virðist renna undan rifjum Tyrkja en stjórnvöld þar hafa aldrei opinberlega viðurkennt þjóðarmorðin. Kim Kardashian er sjálf af armenskum ættum en fjölskylda hennar flúði Armeníu árið 1913, tveimur árum áður en voðaverkin áttu sér stað. „Að birta afneitun landsins sem ber ábyrgð á þjóðarmorðunum er ekki að flytja ögrandi skoðanir heldur er verið að dreifa lygum. Það er siðferðislega óábyrgt og fyrst og fremst hættulegt. Hefði auglýsing sem hafnar helförinni eða tekur undir samsæriskenningar um ellefta september verið prentuð?“ spyr Kim í færslunni. Talsmaður dagblaðsins hefur svarað og segir meðal annars: „Við samþykkjum mjög breiðan flokk auglýsinga, meðal annars þær með ögrandi útgangspunkt.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
„Það er eitt að skítasnepill græði á upplognum skandölum, en að virðuleg útgáfa eins og Wall Street Journal hagnist á þjóðarmorði er skammarlegt og óásættanlegt,“ segir Kim Kardashian West, raunveruleikaþáttarstjarna og athafnakona, í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Tilefnið er auglýsing sem birtist í Wall Street Journal þann 20. apríl síðastliðinn sem hafnar því að þjóðarmorð hafi verið framið á Armenum árið 1915. Þá var ein og hálf milljón manna drepin af Ottómanveldinu, sem í dag er Tyrkland. Auglýsingin virðist renna undan rifjum Tyrkja en stjórnvöld þar hafa aldrei opinberlega viðurkennt þjóðarmorðin. Kim Kardashian er sjálf af armenskum ættum en fjölskylda hennar flúði Armeníu árið 1913, tveimur árum áður en voðaverkin áttu sér stað. „Að birta afneitun landsins sem ber ábyrgð á þjóðarmorðunum er ekki að flytja ögrandi skoðanir heldur er verið að dreifa lygum. Það er siðferðislega óábyrgt og fyrst og fremst hættulegt. Hefði auglýsing sem hafnar helförinni eða tekur undir samsæriskenningar um ellefta september verið prentuð?“ spyr Kim í færslunni. Talsmaður dagblaðsins hefur svarað og segir meðal annars: „Við samþykkjum mjög breiðan flokk auglýsinga, meðal annars þær með ögrandi útgangspunkt.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira