Hvernig væri skóli án kennara? Hjörvar Gunnarsson skrifar 12. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er frábær, það er staðreynd sem erfitt er að mótmæla. Í skólanum er urmull snillinga að búa til enn fleiri snillinga, hvort sem það er í lagarétti, ensku, læknisfræði eða hvað það allt heitir. Við erum gríðarlega heppin að búa við mikið öryggi til náms í skóla sem er í hópi 300 bestu háskóla í veröldinni. Standandi frammi fyrir þeirra staðreynd að Háskóli Íslands sé frábær ber mér skylda til að velta því fyrir mér hvað skilur á milli góðs skóla og slæms. Sú ískalda staðreynd hefur mætt hverjum þeim sem hefur sótt skóla að enginn lærir fyrir neinn annan, það er alltaf verk nemandans. Því hljóta gæði skóla að mælast innanfrá, í því samhengi hlýtur útlit skólabyggingar og fermetrafjöldi tölvurýma að skipta litlu máli. Það er kannski augljóst en kennarar og nemendur eru þær tvær blokkir sem mestu máli skipta í skólakerfinu. Sé sú staðreynd eins bersýnileg og ég tel vera þarf að hlúa vel að þeim því án kennara og nemenda væru skólar tómlegir og lítið gaman væri að mæta í svoleiðis skóla. Auk þess væru afköstin líklega ekki mikil. Í Stakkahlíðinni, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fer fram feykilega mögnuð vinna. Þar kemur fólk saman að læra að verða þroskaþjálfar, tómstundafræðingar og meira að segja kennarar. En hverjir kenna þeim sem vilja verða kennarar? Aftur, augljós staðreynd. Það eru kennarar sem kenna fólki að verða kennarar. Menntun ófæddra barna, ungmenna framtíðarinnar, er í höndum þeirra sem nema við Menntavísindasvið Háskólans í Stakkahlíð. Þvílík ábyrgð sem sett er á hendur þeirra sem annast slík verkefni. Til að fjárfesta á sem bestan hátt í framtíðinni þarf að setja pening í undirbúning kennarastéttarinnar. Þú tryggir ekki eftir á og þú býrð ekki til fullkominn kennara fyrir barnið þitt þegar barnið er komið á fermingaraldur, þá er það orðið of seint. Því skiptir gríðarlega miklu máli að setja nægan pening í það sem skiptir öllu máli í menntun; kennarana. Í síðustu prófatörnum hefur sú staða blasað við stúdentum Háskóla Íslands að próf þeirra geta farið hvernig sem er vegna kjarabaráttu prófessora. Það er ólíðandi staða. Nemendur og kennarar verða að búa við öryggi. Þar sem fleiri en prófessorar sjá um fræðslu í skólanum er öryggið ekki tryggt með bættum kjörum þeirra. Enn eru ótalmargir sem ekki standa nógu vel. Töluvert margir stundakennarar starfa við Háskólann. Þetta er yfirleitt magnað fólk sem starfar úti á vettvangi og er vel að sér í þeirri grein sem það kennir. Stundakennararnir eru því afar mikilvægt afl á víðavangi Háskólans. Mánaðarlega umslagið þeirra sýnir þó ekki fram á mikilvægi þeirra, enda fá þeir ekki að vera með í félögum sem berjast fyrir kjörum annarra kennara við skólann. Þar fyrir utan þurfa stundakennarar að vinna fullan vinnudag í sinni aðalvinnu. Því skora ég á ráðamenn að stíga upp, setja pening í innviði, í það sem raunverulega skiptir máli. Þegar það er gert verður niðurstaðan í kjölfarið allt önnur og betri.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar