Stjórnarskrá fyrir framtíðina Andri Snær Magnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hvað ætlarðu að sitja lengi sem forseti verðir þú kosinn?“ Að þessu hef ég verið spurður á ferðum mínum um landið síðustu vikur. Svar mitt er einfalt. Í dag segi ég að enginn eigi að sitja lengur en þrjú kjörtímabil og ætti að festa það í stjórnarskrá. Ég er jú bara manneskja og eftir tólf ár í embætti er ekki víst að ég vilji hætta. Óvissa um hlutverk og vald forseta Íslands kallar á breytta stjórnarskrá. Lýðræðið er ekki sjálfgefið heldur eitthvað sem fólk þarf að berjast fyrir og mikilvæg embætti mega ekki verða persónulegt lén einstaklinga. Við höfum séð hvað 26. greinin er í raun matskennd og full tilviljana en í drögum að nýrri stjórnarskrá er valdið til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fært til fólksins. Við þurfum líka skýrari leikreglur um stjórnarmyndun og hver fer með valdið í þingrofsmálum. Eftir hrunið gerðu Íslendingar merkilega tilraun sem tekið var eftir um heim allan. Við kölluðum saman 1.000 manna þjóðfund með slembivali úr þjóðskrá, kusum 25 manna stjórnlagaráð sem lagði fram drög að nýrri stjórnarskrá. Þingið tók við verkinu og þar hefur það dagað uppi í deilum og dægurþrasi þingmanna þvert á flokka. Við verðum að ljúka þessu ferli. Sveinn Björnsson forseti lagði til í forsetabréfi árið 1944 að kallað yrði til þjóðfundar líkt og gert var 1851 til að ljúka stjórnarskrárferlinu. Leiðin til að lækna ferlið og koma því í höfn núna gæti verið að finna í tillögum Sveins. Stjórnarskrá Íslands er mál okkar allra og nýtt plagg verður að eiga rótfestu í nýrri nálgun við lýðræði og þátttöku almennings. Annar þjóðfundur og skýr skilaboð frá honum væri leiðin til að taka upp þráðinn og klára ferlið með sóma. Kynslóðirnar á undan færðu okkur sjálfstæði, landhelgi og fyrsta kvenforseta heimsins. Við getum fært framtíðinni nýja stjórnarskrá og látið aðferðina og ferlið hvernig hún var unnin lýsa út um allan heim.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar