Árétting vegna umfjöllunar um úthlutunarreglur LÍN LÍN skrifar 2. maí 2016 19:29 Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun