Fréttalottó Ívar Halldórsson skrifar 2. maí 2016 11:08 Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sunnudagurinn missir ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Það er eitthvað svo huggulegt við það að vakna á sunnudagsmorgni, kveikja á útvarpinu og fá upplýsingar um stúta og stympingar næturinnar. Maður getur hreinlega ekki lengur hugsað sér að fara á fætur fyrr en maður hefur fengið nákvæmar fréttir af riddurum götunnar; baráttu þeirra við hraðamúrinn og lögskipaða verði hans. Þá vill maður varla fara í sturtu fyrr en maður veit með vissu hversu margir fengu blóðnasir, hversu margar rúður brotnuðu í miðbænum og hversu margir misstu rænu vegna óhóflegrar víndrykkju. Þetta er fréttir sem maður vill ekki missa af. Djók! En til að lífga upp á þessa mónótónísku og hefðbundnu fréttarullu væri þó kannski hugmynd að gera léttan leik úr þessu meinta vinsældarefni. Gætum kallað leikinn "Fréttalottó!" Á sunnudagsmorgni er maður tilbúinn í leikinn tímanlega, með heitan kaffibollann upp í rúmi og sperrt eyrun. Með tilhlökkun bíður maður eftir að heyra í hvaða röð eða hversu margar af eftirfarandi fréttafyrirsögnum eru lesnar upp: „Ungur maður var gripinn réttindalaus af lögreglu á 120 kílómetra hraða á Vesturlandsveginum í nótt.“ „Maður í annarlegu ástandi lenti í stympingum við lögreglu fyrir utan skemmtistað á þriðja tímanum í nótt.“ eða „Mikið var um ölvun í borginni í nótt og þurfti lögregla að hafa afskipti af fjölmörgum gestum miðbæjarins.“ Maður kallar hátt og skýrt: „Fréttalottó!“ og veitir sjálfum sér verðlaun í hvert skipti sem fullkomin þrenna næst - þ.e. þegar allir ofangreindir liðir eru lesnir upp af þeim sem les morgunfréttirnar í þessum eina og sama fréttatíma. Verðlaunin gætu verið dekurpakki frá Bláa lóninu, glingur frá Leonard eða bara kleinuhringur að eigin vali frá Dunkin Donuts. En svona í alvöru, sem dyggur hlustandi morgunfrétta á sunnudagsmorgnum finnst mér því miður fyrirsjáanlegar "copy-paste" fréttir af næturlífi miðborgarinnar vera allt of stórt hlutfall umrædds fréttatíma. Sunnudagurinn sem hefur gegnum tíðina verið kenndur við sælu, missir þarna ljómann við fyrsta fréttagal og systkinin Ólukka og Óskundi fá að sitja í stafni, og stýra fréttaskútunni er hún klýfur fyrirsjáanlegar fréttaöldur ljósvakans. Ég vil hvetja fréttastjóra að hugleiða að setja eitthvað annað en áfengisdrykkju og hraðakstur í forgrunn fréttatíma á sunnudagsmorgnum. Þetta er hvort sem er alltaf sama sagan; áfengi, hraðakstur og ókeypis næturgisting fyrir hörðustu vínsvelgina, í fangageymslum lögreglunnar. Ekkert nýtt undir sólinni þarna. Þetta er orðið álíka upplýsandi eða áhugavert og upplestur innkaupalista fyrir helgarinnkaup í Bónus. Spurning um að taka fund á þetta og kanna hvort miðbæjar-tragedían megi hugsanlega víkja fyrir einhverju jákvæðara og efnislegra - eða jafnvel einhverju fréttnæmara á sunnudagsmorgnum. Það hlýtur einfaldlega að vera eitthvað annað að frétta. Persónulega finnst mér ekki í frásögur færandi þegar átök eiga sér stað milli dyravarða og djammara, eða þegar einhver á ekki fyrir leigubíl á laugardagskvöldi... ...ekki frekar en að fólki finnist almennt fréttnæmt hvaða borði ég er á í Candy Crush.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar