Pistill Páls á Sprengisandi: Skortur á trausti Páll Magnússon skrifar 19. maí 2016 11:27 Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Páll Magnússon Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar