Forystumenn fylkinga í Brexit kosningunum að fara á taugum Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2016 19:45 Hnífjafnt er milli fylkinga í Bretlandi sem ýmist vilja að Bretar segi sig úr Evrópubandalaginu eða haldi aðildinni áfram. Fyrrverandi borgarstjóri í Lundúnum segir markmið Evrópusambandsins þau sömu og þýskra nasista á sínum tíma. Bandamenn með Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands í broddi fylkingar unnu frækinn sigur í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði miklar blóðfórnir. En eitt meginmarkmiðið með stofnun forvera Evrópusambandsins var að tryggja frið í Evrópu til frambúðar. Það er greinilega farið að hitna í kolunum í baráttu fylkinga fyrir Brexit kosningarnar sem fram fara í Bretlandi hinn 23. júní eða eftir tæpar sex vikur. Í viðtali við The Telegraph í dag segir Boris Johnson fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, þingmaður Íhaldsflokksins og leiðtogi þeirra sem berjast fyrir útgöngu Breta; að þótt skriffinnarnir í Brussel beiti öðrum aðferðum en Hitler þá stefni þeir að sama markmiði um að steypa alla Evrópu undir eitt vald. „Ég segi við ykkur að ef við greiðum atkvæði með útgöngu hinn 23. júní og tökum aftur yfir stjórn landsins, lýðræðis okkar og efnahags. Þá getum við hagnast, þrifist og blómgast eins og aldrei fyrr,“ segir Johnson. Kannanir sýna að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar og því má búast við aukinni hörku í málflutningi talsmanna fylkinganna á næstu vikum. Þau átök endurspeglast helst innan Íhaldsflokksins sem er þverklofinn í málinu með David Cameron í forystu þeirra sem vilja halda sambandinu áfram og Johnson í forystu þeirra sem vilja úrsögn. Innan annarra stjórnmálaflokka er mikill meirihluti fyrir áframhaldandi aðild ef frá er talinn smáflokkurinn sjálfstæðisflokkur Bretlands. Eitt af því sem tekist er á um er hvaða efnahagslegu áhrif það hefði á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið. Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir að áhrifin verði töluverð. „Ég held að það sé almennt viðurkennt, jafnvel af þeim sem vilja úrsögn, að áhrifin á efnahagslífið yrðu mjög neikvæð í byrjun,“ segir Boulton. Undir það taki líka stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Englands sem segi vöxt efnahagslífsins strax geta dregist saman um tæpt prósent. Á tímum þegar vöxturinn sé þegar mjög lítill. Þeir sem vilji yfirgefa sambandið verði hins vegar að telja almenningi trú um að brottför fæli í sér bjartari tíma. En þær fullyrðingar séu kennisetningin ein. „Og það hjálpar ekki til að sumir þeirra sem berjast fyrir úrsögn, sérstaklega á væng Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) innan úrsagnarhreyfingarinnar, segja einfaldlega að ef úrsögn geri Breta fátækari sé það bara betra. Vegna þess að þjóðin fái sjálfdæmi sitt til baka, þjóðarstoltið og það yrði þess virði að greiða það gjald. Það yrðu kostakaup. Rannsóknir sýna hins vegar að þannig horfa flestir ekki á þessa baráttu. Efnahagslegt öryggi er lykilatriði og það er það sem aðildar sinnar leggja áherslu á,“ segir Adam Boulton. Brexit Tengdar fréttir Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43 Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20 Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37 Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hnífjafnt er milli fylkinga í Bretlandi sem ýmist vilja að Bretar segi sig úr Evrópubandalaginu eða haldi aðildinni áfram. Fyrrverandi borgarstjóri í Lundúnum segir markmið Evrópusambandsins þau sömu og þýskra nasista á sínum tíma. Bandamenn með Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands í broddi fylkingar unnu frækinn sigur í seinni heimsstyrjöldinni sem kostaði miklar blóðfórnir. En eitt meginmarkmiðið með stofnun forvera Evrópusambandsins var að tryggja frið í Evrópu til frambúðar. Það er greinilega farið að hitna í kolunum í baráttu fylkinga fyrir Brexit kosningarnar sem fram fara í Bretlandi hinn 23. júní eða eftir tæpar sex vikur. Í viðtali við The Telegraph í dag segir Boris Johnson fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, þingmaður Íhaldsflokksins og leiðtogi þeirra sem berjast fyrir útgöngu Breta; að þótt skriffinnarnir í Brussel beiti öðrum aðferðum en Hitler þá stefni þeir að sama markmiði um að steypa alla Evrópu undir eitt vald. „Ég segi við ykkur að ef við greiðum atkvæði með útgöngu hinn 23. júní og tökum aftur yfir stjórn landsins, lýðræðis okkar og efnahags. Þá getum við hagnast, þrifist og blómgast eins og aldrei fyrr,“ segir Johnson. Kannanir sýna að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar og því má búast við aukinni hörku í málflutningi talsmanna fylkinganna á næstu vikum. Þau átök endurspeglast helst innan Íhaldsflokksins sem er þverklofinn í málinu með David Cameron í forystu þeirra sem vilja halda sambandinu áfram og Johnson í forystu þeirra sem vilja úrsögn. Innan annarra stjórnmálaflokka er mikill meirihluti fyrir áframhaldandi aðild ef frá er talinn smáflokkurinn sjálfstæðisflokkur Bretlands. Eitt af því sem tekist er á um er hvaða efnahagslegu áhrif það hefði á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið. Adam Boulton helsti stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir að áhrifin verði töluverð. „Ég held að það sé almennt viðurkennt, jafnvel af þeim sem vilja úrsögn, að áhrifin á efnahagslífið yrðu mjög neikvæð í byrjun,“ segir Boulton. Undir það taki líka stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Englands sem segi vöxt efnahagslífsins strax geta dregist saman um tæpt prósent. Á tímum þegar vöxturinn sé þegar mjög lítill. Þeir sem vilji yfirgefa sambandið verði hins vegar að telja almenningi trú um að brottför fæli í sér bjartari tíma. En þær fullyrðingar séu kennisetningin ein. „Og það hjálpar ekki til að sumir þeirra sem berjast fyrir úrsögn, sérstaklega á væng Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) innan úrsagnarhreyfingarinnar, segja einfaldlega að ef úrsögn geri Breta fátækari sé það bara betra. Vegna þess að þjóðin fái sjálfdæmi sitt til baka, þjóðarstoltið og það yrði þess virði að greiða það gjald. Það yrðu kostakaup. Rannsóknir sýna hins vegar að þannig horfa flestir ekki á þessa baráttu. Efnahagslegt öryggi er lykilatriði og það er það sem aðildar sinnar leggja áherslu á,“ segir Adam Boulton.
Brexit Tengdar fréttir Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43 Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20 Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37 Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Cameron segir aðskilnað frá ESB ógna friði Aðskilnaðarsinnar segja það vera NATO sem verndi Bretland hernaðarlega, en ekki ESB. Fyrrum borgarstjóri London nú á meðal aðskilnaðarsinna. 9. maí 2016 10:43
Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Skoskir sjálfstæðissinnar óttast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og veittu Þjóðarflokknum brautargengi sem lofar nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði segi Bretland sig úr ESB. 6. maí 2016 19:20
Englandsbanki segir útganga Breta úr ESB geti dregið úr hagvexti Englandsbanki segir að einnig að verðbólga muni aukast. 12. maí 2016 11:37
Leiðtogar beggja stóru flokkanna í Bretlandi vængstýfðir Þrengt að David Cameron af bæði andstæðingum og stuðningsmönnum ESB aðildar. Jeremy Corbyn hefur engan stuðning í þingflokki Verkamannaflokksins. 7. maí 2016 21:00