Leiðrétting á rangfærslum Jóhannes Stefánsson skrifar 13. maí 2016 00:00 Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun