Ekki er öll von úti fyrir Sanders Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. maí 2016 21:28 Demókrataflokkurinn gæti neyðst til þess að bregðast við því að Sanders er töluvert vinsælli á meðal almennings en Clinton. Vísir/Getty Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28
Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22