Metið sem Koeman er að missa til Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 21:45 Lionel Messi býr sig undir að taka aukaspyrnu. Vísir/Getty Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Sjá meira
Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45
Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15
Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30